Fréttir

Afhending hetjuteppa fimmtudaginn 9. febrúar

Fimmtudaginn 9. febrúar verður afhending á svokölluðum hetjuteppum, en Íslenska bútasaumsfélagið hefur gefið langveikum börnum teppi í mörg ár. Börnum í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem ekki hafa fengið teppi, er boðið að koma og velja sér teppi fimmtudaginn 9. febrúar, á milli kl.15.30 og 17.30 í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

HOG Chapter Iceland afhenti styrk í kjölfar árlegs góðgerðaraksturs

Á dögunum heimsóttum við Félag Harley Davidson eigenda á Íslandi, HOG Chapter Iceland. Félagið hefur undanfarin 17 ár boðið upp á góðgerðarakstur á Menningarnótt þar sem fólki býðst að rúnta um borgina á Harley Davidson hjóli gegn gjaldi sem rennur óskipt til Umhyggju.

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa veitir Umhyggju styrk

Þann 6. janúar síðastliðinn færðu fulltrúar Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa Umhyggju 2,4 milljónir króna í styrk. Um er að ræða afrakstur af sölu jólakortur Oddfellowreglunnar á Íslandi O.O.O.F.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús um páska

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Vaðlaborgum og Brekkuskógi yfir páskana. Úthlutað er tveimur tímabilum, annars vegar frá 31. mars til 5. apríl (inn í miðja Dymbilvikuna) og hins vegar frá 5. til 10. apríl (yfir Páskahelgina). Umsóknarfrestur er til 15. janúar og verða allar umsóknir yfirfarnar eftir þann dag. Niðurstaða úthlutunar liggur fyrir í kringum 31. janúar.

Styrkur frá Oddfellow st.nr.9 Þormóði goða

Í dag, fimmtudaginn 29. desember, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá góðum gestum. Það voru þeir Pétur Halldórsson yfirmeistari og Þór Þráinsson undirmeistari Oddfellow st. nr. 9 Þormóðs goða sem færðu félaginu 200.000 króna gjöf til góðra verka.

Gleðilega hátíð!

Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegrar hátíðar! Skrifstofan opnar á ný þriðjudaginn 3. janúar.

Desemberuppbót til foreldra á foreldragreiðslum tryggð

Í lok nóvember sendi Umhyggja frá sér árlega áskorun til Félgas- og vinnumarkaðsráðuneytisins hvað varðra desemberuppbót til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur. Í gær bárust okkur þær góðu fréttir að desemberuppbót til þessa hóps hafi verið tryggð fyrir árið 2022 með reglugerð nr. 1421/2022 og hefur Tryggingastofnun greitt hana til foreldra.

Nýtt Umhyggjublað komið út

Þá er Umhyggjublað ársins 2022 komið út og er það aðgengilegt öllum hér á netinu.

Heimsókn og gjöf frá Bowentæknifélagi Íslands

Í dag, föstudaginn 9. desember, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá góðum gestum, þeim Valgerði Solveigu Pálsdóttur og Aðalheiði Svanhildardóttur sem sitja í stjórn Bowentæknifélags Íslands. Þær færðu félaginu 100.000 króna gjöf sem er afrakstur söfnunar í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í sumar.

Systkinasmiðjan - framhald helgina 3.- 4. desember

Helgina 3.- 4. desember næstkomandi stendur Umhyggja fyrir framhaldsnámskeiði Systkinasmiðjunnar í Reykjavík fyrir þá krakka sem hafa áður komið í Systkinasmiðjuna. Hópurinn hittist á Háaleitisbraut 13 frá kl. 10-12 laugardaginn 3. desember og sunnudaginn 4. desember.