Vaðlaborgir

Umhyggja á glæsilegt orlofshús í Vaðlaborgum í Eyjafirði, gegnt Akureyri.

Þangað geta félagar í Umhyggju og aðildarfélögum félagsins farið allan ársins hring og notið hins góða aðbúnaðar sem boðið er upp á í orlofshúsinu um leið og þeir njóta náttúrufegurðarinnar við Eyjafjörð.

Húsið er vel búið og aðgengi að þeim er gott fyrir fatlaða. Veröndin er stór og góð og á henni er heitur pottur. Þeir sem dvalist hafa í Vaðlaborgum segja staðinn, húsið sjálft og allan aðbúnað eins og best verður á kosið.

Aðsókn að orlofshúsinu hefur verið góð yfir sumarið en rétt er að benda fólki á að þar er engu síður ánægjulegt að dveljast að vetrarlagi. Í Eyjafirði er útivistarsvæði skemmtilegt vetur, sumar, vor og haust og skammt undan er Hlíðarfjall með tæki sem gerir fötluðum kleift að renna sér í snjónum.

Húsið er með sérstökum búnaði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða, m.a. sjúkrarúmi og hreyfanlegri sjúkralyftu. Það er vel staðsett í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Ekki tekur nema örfáar mínútur að aka þaðan á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en það er lykilatriði svo unnt sé að nýta húsið fyrir langveik börn, sem geta þurft á bráðaaðstoð að halda. Í húsinu eru 3 svefnherbergi; eitt með tvíbreiðu hjónarúmi, eitt með sjúkrarúmi og eitt með koju sem er tvöföld niðri en einföld uppi. Í stofu er auk þess svefnsófi. Auk þess er í húsinu ungbarnarúm og barnastóll.

Hér er hægt að sækja um.