Vaðlaborgir

Umhyggja á glæsilegt orlofshús í Vaðlaborgum í Eyjafirði, gegnt Akureyri.

Húsið er 80 fm á einni hæð með 3 svefnherbergjum, baðherbergi og opnu rými sem er stofa, borðstofa og eldhús. Húsið er aðgengilegt hjólastólum og er búið sjúkrarúmi og lyftara.

Í einu herbergi er tvíbreitt rúm, í öðru er sjúkrarúm og í því þriðja er koja sem er tvíbreið að neðan og einbreið að ofan. Í stofu er svefnsófi. Svefnaðstaða er því fyrir allt að 8 manns auk rúms fyrir ungabarn.

Pallurinn við húsið er aðgengilegur hjólastólum. Á honum er að finna heitan pott með rampi, garðhúsgögn og gasgrill. Í garðinum er trampolín.

Í húsinu eru þvottavél, uppþvottavél, sjónvarp og Nintendo Switch leikjatölva. Í húsinu er einnig þráðlaust internet auk rafhleðslustöðvar yrir rafmagnsbíla. Gestir þurfa sjálfir að koma með snúru/tengil fyrir hleðslustöð.