Vaðlaborgir

Umhyggja á glæsilegt orlofshús í Vaðlaborgum í Eyjafirði, gegnt Akureyri.

Þangað geta félagar í Umhyggju og aðildarfélögum félagsins farið allan ársins hring og notið hins góða aðbúnaðar sem boðið er upp á í orlofshúsinu um leið og þeir njóta náttúrufegurðarinnar við Eyjafjörð.

Húsið er vel búið og aðgengi að þeim er gott fyrir fatlaða. Veröndin er stór og góð og á henni er heitur pottur. Þeir sem dvalist hafa í Vaðlaborgum segja staðinn, húsið sjálft og allan aðbúnað eins og best verður á kosið.

Aðsókn að orlofshúsinu hefur verið góð yfir sumarið en rétt er að benda fólki á að þar er engu síður ánægjulegt að dveljast að vetrarlagi. Í Eyjafirði er útivistarsvæði skemmtilegt vetur, sumar, vor og haust og skammt undan er Hlíðarfjall með tæki sem gerir fötluðum kleift að renna sér í snjónum.

Húsið er með sérstökum búnaði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða, m.a. sjúkrarúmi og hreyfanlegri sjúkralyftu. Það er vel staðsett í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Ekki tekur nema örfáar mínútur að aka þaðan á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en það er lykilatriði svo unnt sé að nýta húsið fyrir langveik börn, sem geta þurft á bráðaaðstoð að halda. Í húsinu eru 3 svefnherbergi; eitt með tvíbreiðu hjónarúmi, eitt með sjúkrarúmi og eitt með koju sem er tvöföld niðri en einföld uppi. Í stofu er auk þess svefnsófi. Auk þess er í húsinu ungbarnarúm og barnastóll.

Í húsinu er þráðlaust internet. Við húsið er rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla en gestir þurfa sjálfir að koma með tengil/snúru.

Hvernig bóka ég? Til að bóka orlofshús, utan orofstíma um sumar, jól og páska, notum við dagatal hér að neðan, eða veljum flipann laus tímabil. Uppteknir dagar eru grænmerktir, en þeir sem eru lausir eru hvítmerktir. Til að bóka ákveðna daga er bæði hægt að ýta með bendli á komudag og draga bendilinn yfir á brottfarardag, eða þá einfaldlega smella á komudag og svo í kjölfarið á brottfarardaginn. Athugið að yfir vetrartímann eru skiptidagar í Vaðlaborgum á fimmtudögum, svo hægt er að velja helgi frá fimmtudegi til mánudags (kr.15.000) eða fimmtudegi til fimmtudags (kr.25.000). Athugið að bókunin telst þó ekki samþykkt fyrr en eftir að staðfesting hefur borist frá Umhyggju.

Athugið að gæludýr eru með öllu óheimil í orlofshúsum Umhyggju.

Reglur um úthlutun orlofshúsa

ATHUGIÐ AÐ UPPHAFSDAGUR DVALAR Í VAÐLABORGUM YFIR VETRARTÍMANN VERÐUR AÐ VERA Á FIMMTUDEGI. 1 - 4 NÆTUR KOSTA KR.15.000, 5 - 7 NÆTUR KOSTA KR.25.000.

Bókaðir dagar eru merktir grænu í dagatalinu, en lausir dagar eru hvítmerktir.