Fréttir allt

Opið fyrir umsókn um orlofshús í sumar

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum í sumar. Um er að ræða tímabilið 31. maí til 30. ágúst og eru húsin leigð út í viku í senn, frá föstudegi til föstudags. Umsóknarfrestur er til 15. mars og verða allar umsóknir teknar fyrir að þeim tíma loknum. Úthlutun verður tilkynnt eigi síðar en 10. apríl.

Samantekt frá starfi Umhyggju 2023

Um áramót er gagnlegt að líta yfir farinn veg og sjá hvað hefur áunnist á nýliðnu ári. Hér má sjá samantekt frá starfi Umhyggju á árinu 2023.

Systkinasmiðjur í Reykjavík 27.og 28. janúar

Systkinasmiðjur verða haldnar í Reykjavík helgina 27. - 28. janúar næstkomandi. Um er að ræða samstarf Systkinasmiðjunnar og Umhyggju og eru smiðjurnar ætlaðar systkinum langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8-12 ára (f. 2012-2015) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13 og eldri hópur 12-14 ára (f. 2009-2011) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús um páska

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um páskana 2024. Úthlutunin skiptist í tvö tímabil, annars vegar frá 22. - 27. mars og hins vegar 27.mars - 1. apríl. Umsóknarfresturinn er til 15. janúar og verða allar umsóknir meðhöndlaðar eftir það. Úthlutun mun liggja fyrir í kringum 10. febrúar.