Fréttir allt

Team Rynkeby

Uppskeruhátíð Team Rynkeby á Íslandi fór fram síðastliðinn laugardag, þann. 28. september.

Fræðslufundur Lindar mánudaginn 30. september

Mánudaginn 30. september næstkomandi stendur Lind - félag fólks með meðfædda ónæmisgalla/mótefnaskort fyrir fræðslufundi milli kl.17 og 20 í fundarsal Fastus, Höfðabakka 7. Fundurinn er ætlaður sjúklingum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum áhugasömum. Áhugaverð fræðsluerindi verða haldin og boðið upp á léttar veitingar.

Hægt að sækja um 2ja nátta dvöl í Borgarnesi

Ertu foreldri langveiks barns með miklar stuðningsþarfir? Þarftu að komast í „hvíldarinnlögn“? Foreldrar langveikra barna geta nú í vetur sótt um 2ja nátta gistingu í vel útbúinni og uppábúinni íbúð í Borgarnesi sér að kostnaðarlausu. Um er að ræða einstakt framlag velunnara félagsins til foreldra langveikra barna innan Umhyggju og aðildarfélaga og fer umsóknarferlið í gegnum skrifstofu Umhyggju. Dvölin er eingöngu ætluð til hvíldar fyrir foreldra og því ekki gert ráð fyrir að börn komi með.

Afhending Hetjuteppa

Hetjur kíktu á Háaleitisbrautina og völdu sér Hetjuteppi ✨

Fundur á vegum Geðhjálpar og Umhyggju

Þriðjudaginn 17. september kl. 20:00 fer fram fundur í Hlutverkasetri, Borgartúni 1, á vegum Geðhjálpar og Umhyggju í samvinnu við Landspítala/BUGL, Geðheilsumiðstöð barna og Embætti landlæknis, þar sem markmiðið er að skapa vettvang fyrir foreldra barna sem glíma við geðrænar áskoranir.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju yfir jól og áramót

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2024. Umsóknarfrestur rennur út 1. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 10. október.

Afhending hetjuteppa fimmtudaginn 12. september milli 15.30 og 17.30

Fimmtudaginn 12. september næstkomandi verður afhending á svokölluðum hetjuteppum, en Íslenska bútasaumsfélagið hefur gefið langveikum börnum teppi í mörg ár. Börnum í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju, sem ekki hafa fengið teppi, er boðið að koma og velja sér teppi á milli kl.15.30 og 17.30 á skrifstofu Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 3. hæð.

Afmælis- og styrktarmót

Hrefna Birgitta hélt upp á 70 ára afmælið sitt með afmælis- og styrktarmóti en styrkurinn var til minningar um barnabarn hennar.

Iðjuþjálfun

Umhyggja býður foreldrum langveikra barna í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju upp á gjaldfrjálsa iðjuþjálfun hjá Louisu Sif Mønster iðjuþjálfa.

Sumarlokun Umhyggju

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð frá 10.07-12.08.