Fréttir allt

Gleðileg jól

Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.Um leið þökkum við ykkur ómetanlegan stuðning og samfylgd á árinu sem er að líða. .

Tombóla til styrktar Umhyggju

Þeir Ísak Máni Loftsson, Ýmir Darri Hreinsson og Gísli Hafsteinn Einarsson eru 8 ára strákar úr Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.Þeir félagar héldu tombólu til styrktar langveikum börnum fyrir utan Bónus á Völlunum og söfnuðu rúmum 6000 krónum.

Umhyggju berast styrkir

Á síðustu dögum hafa Umhyggju borist veglegir styrkir.Krónan hefur styrkt félagið um 1.000.000 krónur og stúka 7 Þorkell Máni úr Oddfellowreglunni veitti 300.000 króna styrk.

Umhyggjublaðið er komið út

Nýtt Umhyggjublað er komið út og fer það í dreifingu á allra næstu dögum.Þema blaðsins að þessu sinni er fjárhagur, útgjöld og styrkir fjölskyldna langveikra barna.

Jólakort Umhyggju komið í sölu

Við vekjum athygli á að jólakort Umhyggju er nú komið í sölu.Listamaður ársins er hin 12 ára gamla Kristín Matthildur Úlfarsdóttir frá Egilsstöðum. .

Golfarar láta gott af sér leiða

Á dögunum kom golfarinn Helgi Ingason færandi hendi í höfuðstöðvar Umhyggju og afhenti Rögnu framkvæmdastjóra tæpar 600.000 krónur til styrktar félaginu.Um er að ræða fé sem safnaðist í leiknum „Látum gott af okkur leiða” í CostaBlanca Open 2016 golfmótinu á Spáni í vor.

Bræður frá Seljanesi styrkja Umhyggju

Um helgina komu bræðurnir frá Seljanesi í Reykhólasveit færandi hendi í höfuðstöðvar Umhyggju, en þeir ákváðu að nota ágóða uppboðs sem haldið var á Reykhóladögum í lok júlí til að styrkja félagið.

Áhugaverð námskeið

Vekjum athygli ykkar á námskeiðum á vegum Erindis.Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum.

2. tbl. 21. árgangur 2016

Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins, en þema blaðsins eru fjárhagsleg úrræði fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra.

Velkomin til starfa

Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur, hefur verið ráðin til starfa hjá Umhyggju.