Fréttir allt

Te og kaffi selja verðmætasta kaffi í heimi til styrktar langveikum börnum

Te og kaffi hafa flutt inn 20 kíló af Luwak kattakaffi, einni sjaldgæfustu og verðmætustu kaffitegund í heimi.Meðan birgðir endast verður Luwak kaffið selt á Te og kaffi kaffihúsunum til styrktar Umhyggju, félagi aðstandenda langveikra barna.

Könnun um vef fyrir sjúklinga og aðstandendur

Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH) stefnir að því að koma upp gagnvirkum vef fyrir sjúklinga og aðstandendur sem nýta má til upplýsingamiðlunar og samskipta.Fyrir dyrum stendur endurnýjun innri og ytri vef LSH, og var markmiða- og þarfagreining fyrir hann unnin árið 2006.

Umhyggja fær milljón fyrir mark Eiðs Smára á Anfield

Eimskip og Eiður Smári Guðjohnsen gerðu með sér víðtækt samkomulag í byrjun árs.Hluti þessa samkomulags snýr að styrkjum til góðgerðasamtaka á Íslandi.Eimskip hét milljón krónum á Umhyggju félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skoraði með Barcelona í meistaradeild Evrópu.

Nýr maður í stjórn Umhyggju

Á aðalfundi Umhyggju þann 28.febrúar sl.varð ein breyting á stjórn.Páll Magnússon lét af stjórnarstörfum og í stað hans tekur Óskar Örn Guðbrandsson sæti í stjórn.