- Um félagið
- Fréttir
- Orlofshús
- Réttindamál
- Styrkja félagið
- Hafa samband
- Umsókn um orlofshús jól og áramót 2024
Umhyggja á glæsilegt orlofshús í Brekkuskógi í uppsveitum Árnessýslu.
Húsið er 92 fm á einni hæð með 3 svefnherbergjum, baðherbergi og opnu rými sem er stofa, borðstofa og eldhús. Húsið er aðgengilegt hjólastólum og er búið sjúkrarúmi og lyftara.
Í öllum herbergjum eru tvíbreið rúm og er svefnaðstaða fyrir 8 manns auk rúms fyrir ungabarn.
Pallurinn kringum húsið er 75 fm með garðhúsgögnum, gasgrilli og aðgengilegur hjólastólum. Þar er einnig heitur pottur og rampur niður á stóra grasflöt. Í garðinum eru trampolín og leiktæki.
Í húsinu eru þvottavél, uppþvottavél og Nespresso kaffivél (athugið að taka þarf með eigin kaffihylki), sjónvarp og WiiSwitch leikjatölva. Í húsinu er einnig þráðlaust internet auk rafhleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Gestir þurfa sjálfir að koma með snúru/tengil fyrir hleðslustöð.