Brekkuskógur

Umhyggja á glæsilegt orlofshús í Brekkuskógi.

Grunnflötur hússins er 92fm og er á einni hæð, með þremur svefnherbergjum, baðherbergi og opið rými sem er stofa, borðstofa og eldhús. Það eru flísar á öllum gólfum. Baðherbergið er mjög stórt og er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða, en einnig er eitt herbergið sérútbúið með sjúkrarúmi og lyftara. Mjög gott aðgengi er inn í húsinu og einnig gott aðgengi utandyra.

Í öllum herbergjum eru tvíbreið rúm og er svefnaðstaða fyrir 8 manns auk rúms fyrir ungabarn. Mjög gott skápapláss er í húsinu og er húsið hið vandaðasta í alla staði. Það er heitur pottur og 75fm sólpallur með rampi niður á góða og stóra grasflöt. Einnig eru leiktæki á lóðinni. Þetta er frábær staðsetning í kjarri vöxnu landi.

Brekkuskógur er ofarlega í uppsveitum Árnessýslu. Frá Reykjavík eru um 80 km, en Brekkuskógur er 15 km austan við Laugarvatn. 

Næsta nágrenni: Brekkuskógur er góður upphafsstaður um helstu náttúruperlum suðurlands. Gullfoss, Geysir og Kerið er í næsta nágrenni. Þá er Brekkuskógur í jaðri hálendis Íslands sem býður upp á skemmtilegar ferðir allt árið.

Þjónusta: Stutt er í margvíslega þjónustu, s.s góðar sundalaugar í Úthlíð, Laugarvatni, Borg í Grímsnesi og Reykholti. Fyrir golfara eru nokkrir golfvellir í næsta nágrenni, m.a. við Geysi, Flúðir, Öndverðarnes og Kiðjaberg. Ýmsar ævintýraferðir eru í boði í næsta nágrenni t.d. Flúðasiglingar niður Hvítá. Einnig er hægt að kaupa veiðileyfi í mörgum vötnum í nágrenninu.

Hér er hægt að sækja um