Brekkuskógur

Umhyggja á glæsilegt orlofshús í Brekkuskógi.

Grunnflötur hússins er 92fm og er á einni hæð, með þremur svefnherbergjum, baðherbergi og opið rými sem er stofa, borðstofa og eldhús. Það eru flísar á öllum gólfum. Baðherbergið er mjög stórt og er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða, en einnig er eitt herbergið sérútbúið með sjúkrarúmi og lyftara. Mjög gott aðgengi er inn í húsinu og einnig gott aðgengi utandyra.

Í öllum herbergjum eru tvíbreið rúm og er svefnaðstaða fyrir 8 manns auk rúms fyrir ungabarn. Mjög gott skápapláss er í húsinu og er húsið hið vandaðasta í alla staði. Það er heitur pottur og 75fm sólpallur með rampi niður á góða og stóra grasflöt. Í húsinu eru þvottavél, uppþvottavél og Nespresso kaffivél (athugið að taka þarf með eigin hylki vilji fólk nota vélina). Í húsinu er þráðlaust internet. Við húsið er rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla, gestir þurfa sjálfir að koma með snúru/tengil. Leiktæki eru á lóðinni. Þetta er frábær staðsetning í kjarri vöxnu landi.

Brekkuskógur er ofarlega í uppsveitum Árnessýslu. Frá Reykjavík eru um 80 km, en Brekkuskógur er 15 km austan við Laugarvatn. 

Næsta nágrenni: Brekkuskógur er góður upphafsstaður um helstu náttúruperlum suðurlands. Gullfoss, Geysir og Kerið er í næsta nágrenni. Þá er Brekkuskógur í jaðri hálendis Íslands sem býður upp á skemmtilegar ferðir allt árið.

Þjónusta: Stutt er í margvíslega þjónustu, s.s góðar sundalaugar í Úthlíð, Laugarvatni, Borg í Grímsnesi og Reykholti. Fyrir golfara eru nokkrir golfvellir í næsta nágrenni, m.a. við Geysi, Flúðir, Öndverðarnes og Kiðjaberg. Ýmsar ævintýraferðir eru í boði í næsta nágrenni t.d. Flúðasiglingar niður Hvítá. Einnig er hægt að kaupa veiðileyfi í mörgum vötnum í nágrenni.

Hvernig bóka ég? Til að bóka orlofshús, utan orofstíma um sumar, jól og páska, notum við dagatal hér að neðan, eða veljum flipann laus tímabil. Uppteknir dagar eru rauðmerktir, en þeir sem eru lausir eru hvítmerktir. Til að bóka ákveðna daga er bæði hægt að ýta með bendli á komudag og draga bendilinn yfir á brottfarardag, eða þá einfaldlega smella á komudag og svo í kjölfarið á brottfarardaginn. Athugið að bókunin telst þó ekki samþykkt fyrr en eftir að staðfesting hefur borist frá Umhyggju.

Athugið að gæludýr eru með öllu óheimil í orlofshúsum Umhyggju.

Umsjónarmaður orlofshússins er Magnea Richardsdóttir, s.6984043.

Bókaðir dagar eru grænmerktir í dagatalinu en lausir dagar eru hvítir.

Reglur um úthlutun orlofshúsa