10.12.2021
Fyrr í mánuðinum sendi Umhyggja frá sér áskorun til félagsmálaráðherra þess efnis að foreldrar langveikra og fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur fengju desemberuppbót. Þetta er fimmta árið í röð sem félagið sendir slíka áskorun frá sér og hafa þær allar borið árangur.
07.12.2021
Umhyggja sendi um helgina frá sér áskorun þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja foreldrum langveikra og fatlaðra barna sem eru á foreldragreiðslum desemberuppbót. Umhyggja hefur undanfarin fjögur ár sent frá sér sambærilega áskorun og hefur hún borið árangur í öll skiptin. Það er því von okkar að svo verði einnig nú og að sama skapi að tryggt verði að desemberuppbót til þessa hóps verði í framtíðinni regla frekar en undantekning.
22.11.2021
Vantar þig eitthvað í jólapakkann, jólavinaleikinn, til viðskiptavina eða fjölskyldu og ættingja sem er bæði ljúffengt á bragðið og styrkir um leið gott málefni? Nú fyrir jólin stendur Team Rynkeby Ísland fyrir sölu á gómsætri konfekttvennu frá Nóa og Síríus og rennur allur ágóði óskertur til söfnunarinnar fyrir Umhyggju – félag langveikra barna.
19.11.2021
Team Rynkeby á Íslandi er komið í samstarf við Umhyggju - félag langveikra barna, en um er að ræða árlegan viðburð og fjáröflun þar sem lið frá mörgum löndum hjóla í þágu barna með langvinna sjúkdóma frá Danmörku til Parísar.
09.11.2021
Stórtónleikar Lionsklúbbsins Fjörgyn sem halda átti í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 11. nóvember hefur verið aflýst þetta árið vegna stöðu Covid-19 í samfélaginu. Við hlökkum til þess dags sem tónleikarnir geta orðið að veruleika.
29.10.2021
Þann 11. nóvember næstkomandi kl.20:00 stendur Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir stórtónleikum til styrktar Umhyggju og BUGL. Einvala lið listamanna mun troða upp og allur ágóði rennur til málefnanna.
14.10.2021
Nú er orðið fullt í Systkinasmiðjuna dagana 5. - 7. nóvember, en námskeiðið fer fram á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Systkinasmiðjan er ætluð 8 til 14 ára systkinum langveikra barna og er að mestu niðurgreitt af Umhyggju, en kostnaður sem fellur á þátttakanda er kr.3500.
01.10.2021
Nú í vetur mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna bjóða upp á námskeið fyrir systkini langveikra barna sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir. Við hefjum samstarfið á kynningarfundi fyrir foreldra sem tilheyra Umhyggju sem haldinn verður á Zoom 13. október kl.20:00. Kynningarfundurinn er foreldrum að kostnaðarlausu.
17.09.2021
Umsóknarfrestur um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um jól og áramót rennur út föstudaginn 1. október. Um er að ræða tvö tímabil, annars vegar frá 23. desember til 28. desember, og hins vegar frá 28. desember til 2. janúar.
16.09.2021
Eftir áralanga baráttu fögnum við hjá Umhyggju-félagi langveikra barna áfangasigri í málefnum barna með skarð í góm, en samkvæmt nýju bráðabirgðaákvæði fá börn með skarð í góm 95% endurgreiðslu kostnaðar samkvæmt gjaldskrá tannlæknis vegna tannlækninga og tannréttinga.