Fréttir

Aðalfundur Umhyggju 2. júní kl. 17:00

Aðalfundur Umhyggju – félags langveikra barna verður haldinn 02. júní næstkomandi, kl. 17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Laus sæti til kosningar eru tvö sæti fagmanna.

Héldu ball til styrktar langveikum börnum

Í dag, þriðjudaginn 27. apríl, fengum við hjá Umhyggju dásamlega heimsókn frá þeim Ívari, Trausta, Daníel og Leó sem allir eru nemendur í 10. bekk í Vatnsendaskóla. Tilefni heimsóknarinnar var peningagjöf sem þeir færðu félaginu en þeir tóku sig til og héldu ball til styrktar langveikum börnum nú fyrr í apríl. Aðdragandi þess var lokaverkefni sem þeir unnu í skólanum þar sem þeir ákváðu að láta gott af sér leið og gera jafnöldrum sínum kleift að gera sér glaðan dag eftir langt ballhlé sökum Covid19 faraldursins.

Kóngsbakki ehf styrkir Umhyggju

Nú um páskana fékk Umhyggja óvæntan og veglegan glaðning þegar 4 milljón króna styrkur barst frá félaginu Kóngsbakka ehf. Styrkir af þessum toga eru ómetanlegir fyrir starf Umhyggju en með þeim getum við haldið úti og aukið við ýmsa þjónustu til fjölskyldna langveikra barna, svo sem sálfræðiþjónustu, námskeið fyrir systkini langveikra barna og margt fleira.

Hugmyndafundur ungs fólks á vegum ÖBÍ 29. apríl

Þann 29. apríl næstkomandi stendur ÖBÍ fyrir hugmyndafundi ungs fólks á aldrinum 13-18 ára er nefnist OKKAR LÍF - OKKAR SÝN en tilgangur fundarins er að gefa ungmennum með fatlanir og raskanir tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Þessi vettvangur er kjörið tækifæri fyrir ungmenni með langvinna sjúkdóma, heilkenni eða fatlanir til að láta rödd sína heyrast.

Gleðilega páska!

Við hjá Umhyggju - félagi langveikra barna óskum ykkur gleðilegra páska. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 19. apríl.

Systkinasmiðja fyrir 8 - 12 ára, skráning hafin

Helgina 30.apríl til 1.maí mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir grunnnámskeiði fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 8 til 12 ára. Hópurinn hittist laugardaginn 30.apríl og sunnudaginn 1.maí frá kl.10 til 13. Laus pláss á námskeiðinu eru 12.

Búið að úthluta MasterClass aðgangspössum

Nú er úthlutun á 50 MasterClass ársaðgöngum lokið og komust færri að en vildu. Við viljum hvetja alla þá sem sóttu um að kanna póstinn sinn en allir umsækjendur ættu að hafa fengið svar. Athugið að pósturinn gæti ratað í ruslpóst.

Aðgangur að MasterClass streymisveitunni í boði fyrir 50 foreldra langveikra barna

Nú getum við hjá Umhyggju í samstarfi við MasterClass (masterclass.com) boðið 50 foreldrum langveikra barna upp á ókeypis ársáskrift að streymisveitunni MasterClass þar sem margir af færustu fyrirlesurum, frumkvöðlum og kennurum heims miðla af kunnáttu sinni og færni. Frábært tækifæri fyrir alla þá sem langar að kynna sér nýja hluti, fræðast og víkka sjóndeildarhringinn.

Sumarúthlutun í Pálínuhúsi - Reykjavík

Nú geta félagsmenn Umhyggju og aðildarfélaga Umhyggju sem búa utan höfuðborgarsvæðisins sótt um sumarúthlutun í nýrri íbúð Umhyggju í Kuggavogi 15, 104 Reykjavík, á tímabilinu 17. júní til 5. ágúst. Íbúðin er leigð í viku í senn frá föstudegi til föstudags og kostar vikuleiga kr. 25.000.

Páskaegg Team Rynkeby til styrktar Umhyggju

Nú fer að líða að páskum og margir farnir að huga að páskaeggjakaupum. Allur ágóði páskaeggjasölu Team Rynkeby rennur til Umhyggju og er tilvalin gjöf eða bara til að njóta sjálf/ur og styrkja gott málefni í leiðinni.