Fréttir

Systkinasmiðja fyrir 8 - 12 ára, skráning hafin

Helgina 30.apríl til 1.maí mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir grunnnámskeiði fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 8 til 12 ára. Hópurinn hittist laugardaginn 30.apríl og sunnudaginn 1.maí frá kl.10 til 13. Laus pláss á námskeiðinu eru 12.

Búið að úthluta MasterClass aðgangspössum

Nú er úthlutun á 50 MasterClass ársaðgöngum lokið og komust færri að en vildu. Við viljum hvetja alla þá sem sóttu um að kanna póstinn sinn en allir umsækjendur ættu að hafa fengið svar. Athugið að pósturinn gæti ratað í ruslpóst.

Aðgangur að MasterClass streymisveitunni í boði fyrir 50 foreldra langveikra barna

Nú getum við hjá Umhyggju í samstarfi við MasterClass (masterclass.com) boðið 50 foreldrum langveikra barna upp á ókeypis ársáskrift að streymisveitunni MasterClass þar sem margir af færustu fyrirlesurum, frumkvöðlum og kennurum heims miðla af kunnáttu sinni og færni. Frábært tækifæri fyrir alla þá sem langar að kynna sér nýja hluti, fræðast og víkka sjóndeildarhringinn.

Sumarúthlutun í Pálínuhúsi - Reykjavík

Nú geta félagsmenn Umhyggju og aðildarfélaga Umhyggju sem búa utan höfuðborgarsvæðisins sótt um sumarúthlutun í nýrri íbúð Umhyggju í Kuggavogi 15, 104 Reykjavík, á tímabilinu 17. júní til 5. ágúst. Íbúðin er leigð í viku í senn frá föstudegi til föstudags og kostar vikuleiga kr. 25.000.

Páskaegg Team Rynkeby til styrktar Umhyggju

Nú fer að líða að páskum og margir farnir að huga að páskaeggjakaupum. Allur ágóði páskaeggjasölu Team Rynkeby rennur til Umhyggju og er tilvalin gjöf eða bara til að njóta sjálf/ur og styrkja gott málefni í leiðinni.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús í sumar

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum í sumar. Um er að ræða tímabilið 27.maí til 2.september og eru húsin leigð út í viku í senn, frá föstudegi til föstudags. Umsóknarfrestur er til 15. mars og verða umsóknirnar teknar fyrir að þeim tíma loknum.

Uppfærðar leiðbeiningar frá Barnaspítalanum vegna langveikra barna og afléttinga sóttvarnaraðgerða tengt Covid-19

Barnaspítali Hringsins uppfærði nýlega leiðbeiningar vegna langveikra barna sem tilheyra viðkvæmum hópum, tengt afléttingum sóttvarnaraðgerða.

Lokað fyrir almennar heimsóknir á skrifstofu til 2.febrúar - þjónusta áfram gegnum síma/tölvupóst og sálfræðiþjónusta óskert á skrifstofu

Vegna samkomutakmarkana tengt Covid-19 verður skrifstofa Umhyggju lokuð fyrir almennar heimsóknir til 2. febrúar. Berglind sálfræðingur Umhyggju mun þó veita viðtöl á skrifstofu félagsins og öll önnur þjónusta mun fara óskert fram í gegnum síma og tölvupóst. Við hvetjum ykkur því til að hafa samband ef eitthvað er.

Búið að opna fyrir umsóknir orlofshúsa um páska

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um páskana 2022. Tímabilin eru tvö, annars vegar frá 8.-13. apríl og hins vegar frá 13.-18. apríl. Umsóknarfrestur er til 15. janúar og verða umsóknir yfirfarnar eftir þann tíma.

Jólakveðja frá Umhyggju

Við hjá Umhyggju óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með von um gæfuríkt komandi ár. Við þökkum jafnframt samstarfið, stuðninginn og samskipti á árinu sem er að líða.