Fréttir allt

Jólakort Umhyggju 2009

Sala á jólakortum Umhyggju er hafin.Eins og undanfarin ár hefur Umhyggja fengið börn sem dvelja á Barnaspítala Hringsins til að teikna mynd á jólakortið.  Að þessu sinni er listamaður kortsins Elísa Sól Sonjudóttir, 10 ára.

Umhyggja fær styrk frá American Style

Veitingastaðurinn American Style hefur ákveðið að styrkja Umhyggju um eina milljón krónur.American Style starfrækir 5 veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu.Umhyggja þakkar kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Aktu-Taktu styrkir Umhyggju

Umhyggja fékk í dag afhentan einnar milljónar króna styrk frá veitingastaðnum Aktu-Taktu.Fjórir veitingastaðir eru reknir undir merki Aktu-Taktu á höfuðborgarsvæðinu.Umhyggja þakkar innilega fyrir þessa veglegu gjöf.

Tombóla til styrktar Umhyggju

Það voru hressir krakkar sem héldu tombólu í ágúst sl.fyrir utan 10-11 og Hagkaup í Garðabæ til styrktar Umhyggju.Þau heita Lilja Bragadóttir, 10 ára, Sigþór Hákonarson, 8 ára, og Harpa Hrund Harðardóttir, 13 ára.

Dósasöfnun til stuðnings Umhyggju

Tvær duglegar stúlkur úr Grafarvoginum eyddu vetrarfríinu sínu í að safna dósum og flöskum til styrktar langveikum börnum.Þær heita Sigríður Guðrún Sigurmundsdóttir, 11 ára,og Ingibjörg Lára Óskarsdóttir, 12 ára.

Aukin þjónusta við langveik börn

Skrifað var undir samning í dag milli ráðuneyta og sveitarfélaga um að á þessu ári verði áttatíu milljónir króna veittar af fjárlögum til sveitarfélaga til að auka þjónustu við langveik börn og börn með ofvirkni eða athyglisbrest.