Fréttir allt

Brynjar Logi hjólaði 115 km til styrktar Umhyggju

Fimmtudaginn 26. maí hjólaði Brynjar Logi Friðriksson 115 km leið með 1093 metra hækkun til styrktar Umhyggju. Hjólatúrinn var liður í lokaverkefni Brynjars Loga, sem er nemandi í 10. bekk í Réttarholtsskóla, en hann ákvað að safna áheitum til styrktar Umhyggju.

Minnum á aðalfund fimmtudaginn 2. júní kl.17:00

Við minnum á aðalfund Umhyggju - félags langveikra barna sem haldinn verður fimmtudaginn 2. júní kl.17:00 í húsnæði félagsins á Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Systkinasmiðjan - framhald helgina 11. -12. júní

Helgina 11.- 12. júní næstkomandi stendur Umhyggja fyrir framhaldsnámskeið Systkinasmiðjunnar fyrir þá krakka sem sóttu smiðjur nú í vetur. Hópurinn hittist á Háaleitisbraut 13 frá kl.11-13 laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12. júní. Umhyggja niðurgreiðir Systkinasmiðjuna að stærstum hluta en þátttkendur greiða þó kr.2000 í staðfestingargjald.

Lokað í dag vegna veikinda

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð í dag, miðvikudaginn 18. maí, vegna veikinda. Hægt er að senda póst á info@umhyggja.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri.

Niceair og Umhyggja í samstarf

Við erum í skýjunum með samstarf Umhyggju og nýstofnaða flugfélagsins Niceair sem mun frá og með júní veita langveikum börnum sérstök kjör af utanlandsferðum. Flugfélagið flýgur frá Akureyri og verða áfangastaðir í sumar Kaupmannahöfn, London og Tenerife, en í veturinn 2022-2023 verður flogið til Kaupmannahafnar, London og Manchester.

Aðalfundur Umhyggju 2. júní kl. 17:00

Aðalfundur Umhyggju – félags langveikra barna verður haldinn 02. júní næstkomandi, kl. 17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Laus sæti til kosningar eru tvö sæti fagmanna.