Fréttir allt

Stórtónleikar í Grafarvogskirkju 11. nóvember til styrktar Umhyggju og BUGL

Þann 11. nóvember næstkomandi kl.20:00 stendur Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir stórtónleikum til styrktar Umhyggju og BUGL. Einvala lið listamanna mun troða upp og allur ágóði rennur til málefnanna.

Fullt í Systkinasmiðjuna 5. - 7. nóvember

Nú er orðið fullt í Systkinasmiðjuna dagana 5. - 7. nóvember, en námskeiðið fer fram á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Systkinasmiðjan er ætluð 8 til 14 ára systkinum langveikra barna og er að mestu niðurgreitt af Umhyggju, en kostnaður sem fellur á þátttakanda er kr.3500.

Umhyggja og Systkinasmiðjan komin í samstarf - kynningarfundur fyrir foreldra á Zoom 13. október kl.20:00

Nú í vetur mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna bjóða upp á námskeið fyrir systkini langveikra barna sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir. Við hefjum samstarfið á kynningarfundi fyrir foreldra sem tilheyra Umhyggju sem haldinn verður á Zoom 13. október kl.20:00. Kynningarfundurinn er foreldrum að kostnaðarlausu.