Fréttir allt

Systkini fatlaðra og langveikra barna - spennandi og fróðlegt námskeið, föstudaginn 16. nóvember

Don Meyer mun halda námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna í Skriðu, KHÍ, 16.nóvember á vegum Umhyggju í samstarfi við Systkinasmiðjuna, Kennaraháskóla Íslands, Barnaspítala Hringsins og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Umhyggja á Menningarnótt

Metþátttaka var í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis á laugardaginn.Það voru því fjölmargir sem hlupu til góðs í einstöku veðri og lögðu sitt af mörkum til styrktar góðgerðarmálum.

Hlaupa í þágu Umhyggju í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis

Á laugardaginn 18.ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Glitnis.Þeir sem taka þátt geta valið að hlaupa í þágu góðgerðafélaga.Glitnir ætlar að greiða 3.

Umhyggja fær góða gjöf frá starfsmannafélagi Miklagarðs (áður KRON)

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) og Umhyggja – félag til stuðings langveikum börnum fengu myndarlegan stuðning í dag þegar fulltrúar starfsmannafélags Miklagarðs afhentu félögunum ávísanir að upphæð kr.

2. tbl. 11.árgangur 2007

Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.

Hólabrekkuskóli heldur fjáröflunarkvöld til styrktar Umhyggju

Fimmtudaginn 16.mars var haldið fjáröflunarkvöld í hátíðarsal Hólabrekkuskóla.Listasmiðja Hólabrekkuskóla stóð fyrir skemmtuninni sem haldin var til styrktar langveikum börnum.

Spánarsól.is styrkir Umhyggju

Spánarsól.is og Umhyggja, félag langveikra barna og foreldra þeirra hafa undirritað samning sem felur í sér að félagsmenn Umhyggju og aðildarfélaga þess gefst kostur á að leigja hús Spánarsólar.

Te og kaffi selja verðmætasta kaffi í heimi til styrktar langveikum börnum

Te og kaffi hafa flutt inn 20 kíló af Luwak kattakaffi, einni sjaldgæfustu og verðmætustu kaffitegund í heimi.Meðan birgðir endast verður Luwak kaffið selt á Te og kaffi kaffihúsunum til styrktar Umhyggju, félagi aðstandenda langveikra barna.

Könnun um vef fyrir sjúklinga og aðstandendur

Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH) stefnir að því að koma upp gagnvirkum vef fyrir sjúklinga og aðstandendur sem nýta má til upplýsingamiðlunar og samskipta.Fyrir dyrum stendur endurnýjun innri og ytri vef LSH, og var markmiða- og þarfagreining fyrir hann unnin árið 2006.

Umhyggja fær milljón fyrir mark Eiðs Smára á Anfield

Eimskip og Eiður Smári Guðjohnsen gerðu með sér víðtækt samkomulag í byrjun árs.Hluti þessa samkomulags snýr að styrkjum til góðgerðasamtaka á Íslandi.Eimskip hét milljón krónum á Umhyggju félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skoraði með Barcelona í meistaradeild Evrópu.