Fréttir

Brynjar Logi hjólaði 115 km til styrktar Umhyggju

Fimmtudaginn 26. maí hjólaði Brynjar Logi Friðriksson 115 km leið með 1093 metra hækkun til styrktar Umhyggju. Hjólatúrinn var liður í lokaverkefni Brynjars Loga, sem er nemandi í 10. bekk í Réttarholtsskóla, en hann ákvað að safna áheitum til styrktar Umhyggju.

Minnum á aðalfund fimmtudaginn 2. júní kl.17:00

Við minnum á aðalfund Umhyggju - félags langveikra barna sem haldinn verður fimmtudaginn 2. júní kl.17:00 í húsnæði félagsins á Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Systkinasmiðjan - framhald helgina 11. -12. júní

Helgina 11.- 12. júní næstkomandi stendur Umhyggja fyrir framhaldsnámskeið Systkinasmiðjunnar fyrir þá krakka sem sóttu smiðjur nú í vetur. Hópurinn hittist á Háaleitisbraut 13 frá kl.11-13 laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12. júní. Umhyggja niðurgreiðir Systkinasmiðjuna að stærstum hluta en þátttkendur greiða þó kr.2000 í staðfestingargjald.

Lokað í dag vegna veikinda

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð í dag, miðvikudaginn 18. maí, vegna veikinda. Hægt er að senda póst á info@umhyggja.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri.

Niceair og Umhyggja í samstarf

Við erum í skýjunum með samstarf Umhyggju og nýstofnaða flugfélagsins Niceair sem mun frá og með júní veita langveikum börnum sérstök kjör af utanlandsferðum. Flugfélagið flýgur frá Akureyri og verða áfangastaðir í sumar Kaupmannahöfn, London og Tenerife, en í veturinn 2022-2023 verður flogið til Kaupmannahafnar, London og Manchester.

Aðalfundur Umhyggju 2. júní kl. 17:00

Aðalfundur Umhyggju – félags langveikra barna verður haldinn 02. júní næstkomandi, kl. 17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Laus sæti til kosningar eru tvö sæti fagmanna.

Héldu ball til styrktar langveikum börnum

Í dag, þriðjudaginn 27. apríl, fengum við hjá Umhyggju dásamlega heimsókn frá þeim Ívari, Trausta, Daníel og Leó sem allir eru nemendur í 10. bekk í Vatnsendaskóla. Tilefni heimsóknarinnar var peningagjöf sem þeir færðu félaginu en þeir tóku sig til og héldu ball til styrktar langveikum börnum nú fyrr í apríl. Aðdragandi þess var lokaverkefni sem þeir unnu í skólanum þar sem þeir ákváðu að láta gott af sér leið og gera jafnöldrum sínum kleift að gera sér glaðan dag eftir langt ballhlé sökum Covid19 faraldursins.

Kóngsbakki ehf styrkir Umhyggju

Nú um páskana fékk Umhyggja óvæntan og veglegan glaðning þegar 4 milljón króna styrkur barst frá félaginu Kóngsbakka ehf. Styrkir af þessum toga eru ómetanlegir fyrir starf Umhyggju en með þeim getum við haldið úti og aukið við ýmsa þjónustu til fjölskyldna langveikra barna, svo sem sálfræðiþjónustu, námskeið fyrir systkini langveikra barna og margt fleira.

Hugmyndafundur ungs fólks á vegum ÖBÍ 29. apríl

Þann 29. apríl næstkomandi stendur ÖBÍ fyrir hugmyndafundi ungs fólks á aldrinum 13-18 ára er nefnist OKKAR LÍF - OKKAR SÝN en tilgangur fundarins er að gefa ungmennum með fatlanir og raskanir tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Þessi vettvangur er kjörið tækifæri fyrir ungmenni með langvinna sjúkdóma, heilkenni eða fatlanir til að láta rödd sína heyrast.

Gleðilega páska!

Við hjá Umhyggju - félagi langveikra barna óskum ykkur gleðilegra páska. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 19. apríl.