Málþing 3. nóvember næstkomandi: Fjórða vaktin - álag og örmögnun
13.10.2025
Mánudaginn 3. nóvember næstkomandi mun Umhyggja standa fyrir málþingi um álag og örmögnun foreldra langveikra og fatlaðra barna sem standa hina svokölluðu „fjórðu vakt“ alla daga í umönnun barna sinna. Málþingið verður haldið á Hótel Hilton Nordica milli 12 og 16 og munu bæði fagaðilar og foreldrar taka til máls.