Fréttir allt

Team Rynkeby afhendir styrktarfé

Á dögunum fór fram uppskeruhátíð Team Rynkeby á Íslandi en þá afhenti liðið Umhyggju það fé sem safnast hafði hjólaárið 2024-2025, alls kr. 33.123.081.

Málþing 3. nóvember næstkomandi: Fjórða vaktin - álag og örmögnun

Mánudaginn 3. nóvember næstkomandi mun Umhyggja standa fyrir málþingi um álag og örmögnun foreldra/umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna sem standa hina svokölluðu „fjórðu vakt“ alla daga í umönnun barna sinna. Málþingið verður haldið á Hótel Hilton Nordica milli 12 og 16 og munu bæði fagaðilar og foreldrar taka til máls.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús um jól og áramót

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2025. Umsóknarfrestur rennur út 20. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 30. október.