Fréttir

Umhyggja og Systkinasmiðjan komin í samstarf - kynningarfundur fyrir foreldra á Zoom 13. október kl.20:00

Nú í vetur mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna bjóða upp á námskeið fyrir systkini langveikra barna sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir. Við hefjum samstarfið á kynningarfundi fyrir foreldra sem tilheyra Umhyggju sem haldinn verður á Zoom 13. október kl.20:00. Kynningarfundurinn er foreldrum að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur um orlofshús um jól og áramót rennur út 1. október

Umsóknarfrestur um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um jól og áramót rennur út föstudaginn 1. október. Um er að ræða tvö tímabil, annars vegar frá 23. desember til 28. desember, og hins vegar frá 28. desember til 2. janúar.

Áfangasigur í málefnum barna með skarð í gómi

Eftir áralanga baráttu fögnum við hjá Umhyggju-félagi langveikra barna áfangasigri í málefnum barna með skarð í góm, en samkvæmt nýju bráðabirgðaákvæði fá börn með skarð í góm 95% endurgreiðslu kostnaðar samkvæmt gjaldskrá tannlæknis vegna tannlækninga og tannréttinga.

Alþjóðleg könnun á óskum og smekk barna þegar kemur að inntöku lyfja

Undanfarnar vikur hefur Umhyggja verið í samskiptum við vísindamenn frá University College London (UCL) sem hafa í samstarfi við EPTRI (European Paediatric Translational Research Infrastructure ) búið til könnun sem ætlað er að heyra raddir barna um allan heim hvað varðar lyfjainntöku, þ.e. í hvers konar formi/bragði o.s.frv. börn myndu helst kjósa að taka lyf. Þátttakendur eru börn undir 18 ára, bæði þau sem taka lyf að staðaldri/daglega og börn sem taka almennt ekki lyf nema í einstaka tilvikum.

Námskeið KVAN og Umhyggju fyrir 10-12 ára og 13-15 ára systkini

Skráning er hafin! Í september mun Umhyggja í samstarfi við KVAN bjóða upp á námskeið fyrir 10-12 og 13-15 ára systkini langveikra barna. Námskeiðið er 8 skipti, 2,5-3 klst í senn og hefst annars vegar 17. september (10-12 ára) og 21. september (13-15 ára). Þar sem námskeiðsgjald er að langstærstum hluta greitt af Umhyggju er skráningargjald aðeins kr.7000.

Hamingjumótið styrkir Umhyggju um 1 milljón krónur

Hamingjumót Víkings var haldið í fyrsta sinn síðastliðna helgi þar sem 1700 krakkar í 7. og 8. flokki kepptu í fótbolta. Hluti af þátttökugjaldinu rann til Umhyggju – félags langveikra barna. „Með þessu viljum við Víkingar stuðla að velferð barna, líka þeirra sem ekki geta tekið þátt í fótboltamótum vegna veikinda,“ sagði mótsstjórinn Davíð Ólafsson sem bar hitann og þungann af skipulagningu mótsins. Var styrkurinn, 1 milljón krónur, afhentur Umhyggju á mótinu.

Golfklúbbur Leynis á Akranesi og Skipavík styrkja Umhyggju

Dagana 7.- 10. júlí síðastliðinn fór fram Meistaramót Golfklúbbsins Leynis á Akranesi og ákváðu þeir að árangurstengja spilamennskuna. Nutu þeir mikillar góðvildar frá fyrirtækinu Skipavík í Stykkishólmi sem lagði til 500 kr. fyrir alla fugla (birdie) sem náðust í mótinu og skyldi upphæðin renna óskipt til Umhyggju – félags langveikra barna.

KVAN námskeið fyrir 7-9 ára systkini hefst 19. ágúst - skráning í gangi

Við minnum á að nú í ágúst mun Umhyggja í samstarfi við KVAN bjóða upp á námskeið fyrir 7-9 ára systkini langveikra barna. Þetta er í fyrsta skipti sem námskeið stendur þessum aldurshópi til boða, en Umhyggja hefur undanfarin ár boðið upp á námskeið fyrir 10-12 ára og 13-15 ára langveik börn og systkini.

Sumarlokun hjá Umhyggju 9. júlí til 4. ágúst

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 9. júlí og opnar á ný miðvikudaginn 4. ágúst. Öllum erindum sem berast verður svarað þegar opnar á ný og styrkumsóknir sem berast okkur í júlímánuði verða teknar fyrir um miðjan ágúst.

Heimsókn frá Everestförum

Everestfararnir okkar, þeir Heimir og Siggi, kíktu við hjá okkur í dag á skrifstofu Umhyggju. Það var yndislegt að sjá þá hressa og káta og tilkynna þeim jafnframt að kr.3.523.150 hefðu safnast í tengslum við för þeirra á topp Everest með drauma langveikra barna.