03.02.2022
Barnaspítali Hringsins uppfærði nýlega leiðbeiningar vegna langveikra barna sem tilheyra viðkvæmum hópum, tengt afléttingum sóttvarnaraðgerða.
17.01.2022
Vegna samkomutakmarkana tengt Covid-19 verður skrifstofa Umhyggju lokuð fyrir almennar heimsóknir til 2. febrúar. Berglind sálfræðingur Umhyggju mun þó veita viðtöl á skrifstofu félagsins og öll önnur þjónusta mun fara óskert fram í gegnum síma og tölvupóst. Við hvetjum ykkur því til að hafa samband ef eitthvað er.
03.01.2022
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um páskana 2022. Tímabilin eru tvö, annars vegar frá 8.-13. apríl og hins vegar frá 13.-18. apríl. Umsóknarfrestur er til 15. janúar og verða umsóknir yfirfarnar eftir þann tíma.
23.12.2021
Við hjá Umhyggju óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með von um gæfuríkt komandi ár. Við þökkum jafnframt samstarfið, stuðninginn og samskipti á árinu sem er að líða.
23.12.2021
Í dag fengum við ánægjulega heimsókn frá slökkviliðismönnum sem færðu Umhyggju tvo dásamlega hægindastóla í jólagjöf sem munu fara í orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlborgum. Um er að ræða hluta ágóða af sölu hins margrómaða dagatals slökkviliðsmanna sem er liður í fjármögnun vegna ferðar þeirra á heimsleika slökkviliðismanna.
22.12.2021
Í dag komu starfsmenn frá Elko færandi hendi með þrjár Nintendo Switch leikjatölvur, auk aukahluta og fjölskylduvænna leikja. Mun þetta framvegis gleðja unga sem aldna gesti orlofshúsa Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum, sem og í íbúð félagsins í Kuggavogi.
17.12.2021
Þá er Umhyggjublað ársins 2021 komið út og er það aðgengilegt öllum hér á netinu.
10.12.2021
Fyrr í mánuðinum sendi Umhyggja frá sér áskorun til félagsmálaráðherra þess efnis að foreldrar langveikra og fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur fengju desemberuppbót. Þetta er fimmta árið í röð sem félagið sendir slíka áskorun frá sér og hafa þær allar borið árangur.
07.12.2021
Umhyggja sendi um helgina frá sér áskorun þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja foreldrum langveikra og fatlaðra barna sem eru á foreldragreiðslum desemberuppbót. Umhyggja hefur undanfarin fjögur ár sent frá sér sambærilega áskorun og hefur hún borið árangur í öll skiptin. Það er því von okkar að svo verði einnig nú og að sama skapi að tryggt verði að desemberuppbót til þessa hóps verði í framtíðinni regla frekar en undantekning.
22.11.2021
Vantar þig eitthvað í jólapakkann, jólavinaleikinn, til viðskiptavina eða fjölskyldu og ættingja sem er bæði ljúffengt á bragðið og styrkir um leið gott málefni? Nú fyrir jólin stendur Team Rynkeby Ísland fyrir sölu á gómsætri konfekttvennu frá Nóa og Síríus og rennur allur ágóði óskertur til söfnunarinnar fyrir Umhyggju – félag langveikra barna.