Fréttir

Búið að opna fyrir umsóknir orlofshúsa sumarið 2021

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um úthlutun orlofshúsa Umhyggju sumarið 2021. Umsóknarfrestur er til 15. mars og verða allar umsóknir yfirfarnar eftir þann tíma. Reiknað er með að úthlutun liggi fyrir vikuna eftir páska.

Jón Jónsson, Friðrik Dór og Everestfararnir á rafrænni skemmtun Umhyggju 31. janúar kl.14:00

Sunnudaginn 31. janúar næstkomandi mun Umhyggja bjóða til rafrænnar skemmtunar sem streymt verður á Facebooksíðu Umhyggju þar sem verkefninu Með Umhyggju á Everest verður formlega hleypt af stokkunum. Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór munu halda uppi fjörinu og kynna til leiks þá Heimi og Sigga sem ætla í vor að klífa Everest með bakpokana fulla af draumum langveikra barna.

Með Umhyggju á Everest - nýtt verkefni fer af stað

Í vor munu þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson ganga á Everest og safna um leið fyrir Umhyggju – félag langveikra barna. Þeir leggja af stað ásamt Garpi Ingasyni Elísabetarsyni í mars og stefna að því að toppa seint í maí. Garpur mun mynda ferlið og fer með þeim alla leið upp í grunnbúðir Everest. Hefur leiðangurinn fengið nafnið „Með Umhyggju á Everest”.

Markþjálfun hjá Umhyggju

Frá og með næstu viku mun Umhyggja bjóða foreldrum langveikra barna upp á niðurgreidd markjþálfunarviðtöl hjá Halldóru Hönnu Halldórsdóttur, markþjálfa, hjúkrunarfræðingi og móður langveiks drengs. Hægt er að sækja um á vefsíðu Umhyggju.

Opið fyrir umsóknir orlofshúsa um páskana

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um úthlutun orlofshúsa Umhyggju fyrir páska 2021. Páskaúthlutun skiptist í tvennt, annars vegar 26.-31.mars og hins vegar 31.mars - 5.apríl. Umsóknarfrestur er til 15. janúar.

Gleðilega hátíð!

Við hjá Umhyggju óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með von um gæfuríkt komandi ár. Við þökkum jafnframt samstarfið, stuðninginn og samskipti á árinu sem er að líða. Skrifstofa Umhyggju verður lokuð fram yfir áramótin, en við opnum aftur mánudaginn 4. janúar.

Desemberuppbót til foreldra sem þiggja foreldragreiðslur tryggð

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur undirritað regluegerð sem tryggir foreldrum langveikra og fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur desemberuppbót á árinu 2020. Umhyggja sendi ráðherra áskorun þann 16. nóvember þar sem skorað var á yfirvöld að tryggja þessum hópi desemberuppbót. Félagið fagnar þessari niðurstöðu.

Umhyggjugjöf - gjafabréf til stuðnings fjölskyldum langveikra barna

Umhyggja býður nú upp á gjafabréf, svokallaða Umhyggjugjöf, en með því móti er hægt að styðja við fjölskyldur langveikra barna og gleðja viðtakandann um leið. Boðið er upp á annars vegar gjafabréf ætlað til jólagjafa, og hins vegar gjafabréf ætlað sem tækifærisgjöf. Hægt er að panta í gegnum vefsíðu Umhyggju, fá gjafabréfið sent í tölvupósti til útprentunar og greiðsuseðil í heimabanka.

Eingreiðsla vegna aukinnar umönnunar í Covid-19: umsóknarfrestur til 31. desember

Við minnum framfærendur barna sem voru með gilt umönnunarmat á tímabilinu 16. mars til 4. maí að enn er hægt að sækja um viðbótargreiðslu vegna COVID -19. Um er að ræða eingreiðslu vegna aukinnar umönnunar barns sem skapast hefur vegna COVID-19 faraldurs. Upphæð eingreiðslunnar er kr. 48.108.

Áskorun frá Umhyggju vegna desemberuppbótar til þeirra sem þiggja foreldragreiðslur

Umhyggja sendi í dag, mánudaginn 16. nóvember, frá sér áskorun þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja foreldrum langveikra og fatlaðra barna sem eru á foreldragreiðslum desemberuppbót. Umhyggja hefur undanfarin þrjú ár sent frá sér sambærilega áskorun og hefur hún borið árangur í öll skiptin. Það er því von okkar að svo verði einnig nú og að sama skapi að tryggt verði að desemberuppbót til þessa hóps verði í framtíðinni regla frekar en undantekning.