Fréttir

Vegna bólusetningar 12-15 ára langveikra barna gegn Covid-19

Í dag, laugardaginn 19. júní 2021, eru á leið inn í kerfið til heilsugæslustöðvanna listar þeirra barna á aldrinum 12-15 ára sem bólusetja á gegn Covid-19. Eftirfarandi upplýsingar hefur Landlæknisembættið beðið okkur um að koma áleiðis til að tryggja að boðin í bólusetningu gangi smurt fyrir sig.

Liverpoolklúbburinn á Íslandi styrkir Umhyggju

Liverpoolklúbburinn á Íslandi afhenti Umhyggju í dag styrk að andvirði 500.000 króna í minningu Kamillu Eirar Styrmisdóttur. Styrkurinn er afrakstur uppboðs á áritaðri Liverpooltreyju auk framlags úr styrktarsjóði Liverpoolklúbbsins.

Klifu Everest fyrir Umhyggju

Þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu toppi Everest 24. maí síðastliðinn en þeir klifu hann í söfnunarátaki til styrktar Umhyggju sem ber nafnið Með Umhyggju á Everest. Þeir hafa sent frá sér yfirlsýngu sem við birtum hér að neðan. Við hjá Umhyggju erum ekki lítið stolt og þakklát þeim fyrir þetta mikla afrek.

Drög að frumvarpi til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna komið inn í samráðsgátt

Nú eru komin inn í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um greiðslur vegna umönnunar langveikra og fatlaðra barna. Við hvetjum alla sem málið snertir til að skoða drögin vel og senda inn umsagnir, en fresturinn rennur út 4. júní næstkomandi.

Toppi Everest náð með drauma langveikra barna

Rétt fyrir kl. 23 í kvöld, 23. maí, náðu þeir Sigurður Bjarni Sveinsson og Heimir Fannar Hallgrímsson toppi Mount Everest, en ferðin bar nafnið Með Umhyggju á Everest.

Nýir stjórnarmenn í stjórn Umhyggju

Á aðalfundi Umhyggju þriðjudaginn 11. maí síðastliðinn tóku sæti í stjórn Umhyggju tveir nýir stjórnarmenn, þær Harpa Júlíusdóttir sem kemur inn sem foreldri og Chien Tai Shill sem kemur inn sem fagmaður.

KVAN námskeið fyrir 7-9 ára systkini fer af stað í haust

Í ágúst mun Umhyggja í samstarfi við KVAN bjóða upp á námskeið fyrir 7-9 ára systkini langveikra barna. Þetta er í fyrsta skipti sem námskeið stendur þessum aldurshópi til boða, en Umhyggja hefur undanfarin ár boðið upp á námskeið fyrir 10-12 ára og 13-15 ára langveik börn og systkini. Námskeiðið er 8 skipti, 2 klst í senn og hefst 19.ágúst. Námskeiðið er að mestu niðurgreitt af Umhyggju, en Búið er að opna fyrir skráningar.

Minnum á aðalfund Umhyggju 11. maí kl.17:00

Við minnum á aðalfund Umhyggju sem haldinn verður þriðjudaginn 11. maí kl.17:00 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn en einnig geta skuldlausir félagsmenn fylgst með fundinum í streymi í gegnum netið.

Sumargjöf frá Umhyggju

Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegs sumars og færum ykkur í tilefni þess fallega sumargjöf. Markmiðið með sumargjöfinni er að gleðja börn og auka skilning á aðstæðum langveikra barna. Lag og texta Sólarlags Umhyggju samdi Ólafur Haukur Símonarson, útsetning og upptökustjórn var í höndum Jóns Ólafssonar en Kristján Kristjánsson (KK) syngur lagið ásamt barnakór. Sögugerð annaðist Sólveig Jónsdóttir.

Aðalfundur Umhyggju 11. maí kl.17:00

Aðalfundur Umhyggju – félags langveikra barna verður haldinn 11. maí næstkomandi, kl.17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Óskað er eftir því að þeir félagsmenn sem hyggjast sitja fundinn skrái sig á vefsíðu Umhyggju, https://www.umhyggja.is/is/skraning-a-adalfund svo hægt sé að áætla fjölda og gera viðeigandi ráðstafanir vegna kosninga verði aðsókn mikil. Fjöldatakmarkanir og fyrirkomulag kosninga verður tilkynnt á vefsíðu Umhyggju, www.umhyggja.is, þegar nær dregur og ljóst er hverjar gildandi reglur um samkomutakmarkanir verða. Fundinum verður streymt en athugið að ekki er hægt að greiða atkvæði nema mæta á staðinn.