Fréttir

TVG-Zimsen og Rolf Johansen og Co styrkja Umhyggju

Í liðinni viku fékk Umhyggja 100.000 króna styrk frá TVG-Zimsen og 200.000 króna styrk frá Rolf Johansen og Co.Við erum þessum fyrirtækjum afar þakklát og óskum stjórnendum og starfsfólki þeirra gleðilegra jóla.

Securitas gefur Umhyggju 500.000 í jólagjöf

Fimmtudaginn 13.desember afhenti Secu­ritas Um­hyggju 500 þúsund krón­ur í jóla­gjöf, en fyr­irtækið ákvað í sam­vinnu við viðskipta­vini sína að styrkja gott mál­efni fyr­ir hátíðirn­ar.

Umhyggja fær 1 milljón frá N1

Í byrjun desember hlaut Umhyggja 1 milljón króna styrk frá N1.Var Umhyggja eitt af þremur málefnum sem N1 styrkti fyrir jólin í stað þess að senda jólagjafir til fyrirtækja.

Umhyggja fær ársbirgðir af Nespresso kaffi

Markaðsstjóri Nespresso á Íslandi kom nýverið færandi hendi með ársbirgðir af Nespressokaffi.

Foreldrar langveikra barna fá desemberuppbót

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um greiðslu desemberuppbótar til foreldra langveikra og fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur.

Þátttaka í rýnihóp vegna úttektar á Umhyggju

Þessa dagana stendur yfir ítarleg úttekt á starfi Umhyggju sem ráðgjafarfyrirtækið Attentus sér um.Vonast er til að niðurstöður úttektarinnar verði félaginu til hagsbóta og gefi hugmyndir um hvernig hægt er að gera starf þess enn öflugra á komandi árum.

Áskorun til stjórnvalda vegna desemberuppbótar

Umhyggja hefur sent frá sér áskorun til stjórnvalda vegna desemberuppbótar til foreldra langveikra og fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur.

Skráning á námskeið fyrir systkini í fullum gangi

Skráning á KVAN sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 10 til 12 ára systkini langveikra barna er í fullum gangi.

Nýtt netfang fyrir fyrirspurnir - info@umhyggja.is

Nú hefur Umhyggja fengið nýtt netfang, info@umhyggja.is, en þangað skal senda allar almennar fyrirspurnir og spurningar varðandi sumarbústaði Umhyggju. .

Námskeið fyrir systkini langveikra barna

Umhyggja hefur gert samning við KVAN um að halda sjálfstyrkingarnámskeið fyrir systkini langveikra barna.Fyrra námskeiðið hefst 21.nóvember og er ætlað 10 til 12 ára börnum.