Um félagið

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. 

Umhyggja er sprottin frá norræna félaginu Nordisk förening for syke barns behove, NOBAB. Íslandsdeild norrænu samtakanna var stofnuð í maí 1980, en nokkrum árum síðar var nafninu breytt í Umhyggja. Upphaflegir stofnendur Umhyggju voru fagfólk á barnadeildum Landspítala og Landakotsspítala og var félaginu ætlað að bæta hag barna á sjúkrahúsum og standa vörð um félagsleg réttindi langveikra barna. Smám saman þróaðist starfsemin og æ fleiri foreldrar gengu í félagið. Stærsta breytingin varð í febrúar 1996 þegar átta foreldrafélög gengu í Umhyggju, en í dag eru aðildarfélögin orðin 17 talsins.

Merki Umhyggju er opinn hjartalaga faðmur sem undirstrikar það að öll langveik börn eru velkomin. Umhyggja byggir starf sitt á kærleika og jafnrétti. 

Hjá Umhyggju starfa  Árný Ingvarsdóttir, Berglind Jensdóttir og Þórdís Helgadóttir Thors.

Reikningsnúmer Umhyggju: 0101-15-371646

Kennitala Umhyggju: 691086-1199