Fréttir allt

Opið fyrir umsókn um orlofshús í sumar

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum í sumar. Um er að ræða tímabilið 31. maí til 30. ágúst og eru húsin leigð út í viku í senn, frá föstudegi til föstudags. Umsóknarfrestur er til 15. mars og verða allar umsóknir teknar fyrir að þeim tíma loknum. Úthlutun verður tilkynnt eigi síðar en 10. apríl.