Fréttir allt

Sumarlokun frá 4. júlí til 3. ágúst

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 4. júlí þar til miðvikudaginn 3. ágúst. Hægt er að senda tölvupóst á info@umhyggja.is og verður öllum erindum svarað um leið og við opnum á ný.

Nemendur í 7. bekk í Árbæjarskóla styrkja Umhyggju

Í vetur hafa nemendur 7. bekkjar í Árbæjarskóla skapað allskyns verk í fjöbreyttum smiðjum. Í staðinn fyrir að taka þau heim voru verkin seld og safnað í sjóð til að styrkja Umhyggju. Það safnaðist veglegur sjóður og á síðasta skóladegi annarinnar afhentu þau Umhyggju kr. 102.700.