Opið fyrir umsókn um orlofshús í sumar

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum í sumar. Um er að ræða tímabilið 31. maí til 30. ágúst og eru húsin leigð út í viku í senn, frá föstudegi til föstudags.

Umsóknarfrestur er til 15. mars og verða umsóknirnar teknar fyrir að þeim tíma loknum. Úthlutun verður tilkynnt eigi síðar en 10. apríl. Samkvæmt úthlutunarreglum ganga fjölskyldur langveikra barna sem notast við hjólastól og/eða sjúkrarúm jafnframt fyrir, en einnig er litið til aldurs langveiks barns (18 ára og yngri ganga fyrir) og þess hversu langt er frá síðustu sumarúthlutun.

Hér má sjá úthlutunarreglur sem gott er að kynna sér.

SÆKJA UM