Fréttir allt

Heimsókn og styrkur frá Kaupmannsamtökum Íslands

Á dögunum fengum við afar ánægjulega heimsókn á skrifstofu Umhyggju, þegar þeir Júlíus Þ. Jónsson, Ólafur Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson litu við. Þeir eru félagar í Kaupmannasamtökum Íslands, en félagið styrkti Umhyggju í sumar með kaupum á ýmsum búnaði fyrir orlofshús og íbúð félagsins fyrir alls 814.225 þúsund krónur.

Sólblómabandið hjá Umhyggju

Það gleður okkur að segja frá því að Sólblómabandið er nú fáanlegt hjá Umhyggju - félagi langveikra barna. Sólblómabandið er ætlað fólki með ósýnilega fötlun, sjúkdóma eða skerðingar. Sá sem ber bandið gefur á látlausan hátt til kynna að hann þurfi mögulega á skilningi, aðstoð og sveigjanleika að halda t.d. í samgöngum, á fjölförnum stöðum, í vinnu eða verslunum. Með sólblómabandinu má auka skilning og tillitssemi annarra í umhverfinu í garð þess sem ber bandið.

Vel heppnað málþing að baki

Mánudaginn 3. nóvember fór fram málþing Umhyggju sem bar nafnið Fjórða vaktin – álag og örmögnun. Var kastljósinu beint að því álagi og stundum örmögnun sem foreldrar langveikra og fatlaðra barna upplifa gjarnan. Fyrirlesarar úr hópi foreldra og fagfólks tóku til máls en gestir málþingsins voru yfir 400, bæði fjöldi foreldra og einnig fagaðilar úr ýmsum áttum innan heilbrigðis-, félags- og menntageirans.

Málþing - beint streymi

Streymi hefst kl. 12:20 og þingsetning er 12:30.