Fréttir allt

Sumarlokun hjá Umhyggju 9. júlí til 4. ágúst

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 9. júlí og opnar á ný miðvikudaginn 4. ágúst. Öllum erindum sem berast verður svarað þegar opnar á ný og styrkumsóknir sem berast okkur í júlímánuði verða teknar fyrir um miðjan ágúst.

Heimsókn frá Everestförum

Everestfararnir okkar, þeir Heimir og Siggi, kíktu við hjá okkur í dag á skrifstofu Umhyggju. Það var yndislegt að sjá þá hressa og káta og tilkynna þeim jafnframt að kr.3.523.150 hefðu safnast í tengslum við för þeirra á topp Everest með drauma langveikra barna.