Fréttir allt

Pallborðsumræður hagsmunafélaga um öryggi sjúklinga

Þann 21. september stóð Landspítali – Háskólasjúkrahús fyrir pallborðsumræðum í tilefni alþjóðlegs dags öryggis sjúklinga sem haldinn var hátíðlegur í vikunni. Þema ársins í ár var þátttaka sjúklinga og áhrif hennar á öryggi þjónustunnar undir slagorðinu „eflum rödd sjúklinga.“ Í pallborði sátu fulltrúar hagsmunasamtakanna Umhyggju, Einstakra barna, Rótarinnar, MS félagsins, Nýrnafélagsins og Hjartaheilla sem fengu þar dýrmætt tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við starfsfólk spítalans.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús um jól

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2022. Umsóknarfrestur rennur út 1. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 10. október.

Takk fyrir komuna á Umhyggjudaginn!

Umhyggjudagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land laugardaginn 26. ágúst. Við erum innilega þakklát öllum sem tóku þátt, bæði þeim sem mættu á viðburði dagsins og glöddust með okkur og einnig samstarfsaðilum sem gerðu þennan dag að veruleika.