Fréttir allt

Gleðilega hátíð

Umhyggja - félag langveikra barna óskar ykkur gleðilegrar hátíðar með von um gott og gjöfult nýtt ár. Skrifstofa félagsins verður lokuð frá hádegi 22. desember og opnar á ný þriðjudaginn 2. janúar.

Góðverk starfsfólks Össurar í Brekkuskógi

Á dögunum hélt 6 manna teymi frá fyrirtækinu Össuri upp í Brekkuskóg þar sem þau unnu heilan dag í sjálfboðavinnu í orlofshúsi Umhyggju í tengslum við svokallað “Give Back Program” fyrirtækisins. Þau sinntu þar hinu ýmsa viðhaldi, settu m.a. upp nýja koju og nýjan sófa, skiptu um ljós, þrifu og fleira.

Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi 7.desember

Umhyggja og CP félagið standa fyrir sýningum á Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi þann 7. desember í Elliðaárdalnum á milli klukkan 17-20. Sýningar hefjast á 12 mínútna fresti og tekur hver leiksýning um það bil klukkutíma. Áhorfendur ferðast í litlum hópum um Elliðaárdalinn, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga. Miðaverð er niðurgreitt og kostar hver miði því 1.000 kr. Frítt er fyrir börn undir 2 ára. Sýningin hentar öllum sem þurfa bætt aðgengi, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og mæta með vasaljós.

Kvennaverkfall 24. október 2023

Þriðjudaginn 24. október leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla kerfisbundnu laumamisrétti og kynbundnu ofbeldi. Þar sem allir starfsmenn Umhyggju eru konur verður skrifstofan lokuð. Kjarninn í baráttunni snýst um að uppræta vanmat á störfum kvenna, launuðum sem ólaunuðum. Í því samhengi er vert að nefna framlag ótal mæðra langveikra barna sem bera hitann og þungann af umönnun barna sinna. Í flestum tilvikum eru það mæður sem minnka við sig eða hætta vinnu til að sinna langveikum börnum og eru sumar hverjar árum saman utan vinnumarkaðar eða í skertu starfshlutfalli. Þær fara því á mis við ýmis tækifæri í atvinnulífinu, verða af tekjum og búa við skert lífeyrisréttindi. Margar þeirra eiga ekki heimangengt í dag og eru því #ómissandi nú sem aðra daga.

Styrktartónleikar Fjörgynjar

Þann 9. nóvember nk. kl. 19.30 í Grafarvogskirkju stendur Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir tónleikum til styrktar Umhyggju, BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Dagskráin er svo sannarlega hin glæsilegasta og alveg ljóst að hér er um stórtónleika að ræða.

Skrifstofa lokuð vegna veikinda

Skrifstofa Umhyggju er lokuð í dag, mánudaginn 16. október vegna veikinda starfsfólks. Sálfræðiviðtölin verða þó í fullum gangi. Hægt er að senda okkur tölvupóst á info@umhyggja.is og við munum svara honum við fyrsta tækifæri.

Ályktun um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni

Eftirfarandi ályktun um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni var send 28. september 2023. Í sumum tilfellum er frístundaþjónustan, sem er lögboðin, ýmist ekki í boði eða er ófullnægjandi. Undir ályktunina rita Umhyggja – félag langveikra barna, Landssamtökin Þroskahjálp og Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð.

Pallborðsumræður hagsmunafélaga um öryggi sjúklinga

Þann 21. september stóð Landspítali – Háskólasjúkrahús fyrir pallborðsumræðum í tilefni alþjóðlegs dags öryggis sjúklinga sem haldinn var hátíðlegur í vikunni. Þema ársins í ár var þátttaka sjúklinga og áhrif hennar á öryggi þjónustunnar undir slagorðinu „eflum rödd sjúklinga.“ Í pallborði sátu fulltrúar hagsmunasamtakanna Umhyggju, Einstakra barna, Rótarinnar, MS félagsins, Nýrnafélagsins og Hjartaheilla sem fengu þar dýrmætt tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við starfsfólk spítalans.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús um jól

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2022. Umsóknarfrestur rennur út 1. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 10. október.

Takk fyrir komuna á Umhyggjudaginn!

Umhyggjudagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land laugardaginn 26. ágúst. Við erum innilega þakklát öllum sem tóku þátt, bæði þeim sem mættu á viðburði dagsins og glöddust með okkur og einnig samstarfsaðilum sem gerðu þennan dag að veruleika.