21.09.2023
Þann 21. september stóð Landspítali – Háskólasjúkrahús fyrir pallborðsumræðum í tilefni alþjóðlegs dags öryggis sjúklinga sem haldinn var hátíðlegur í vikunni. Þema ársins í ár var þátttaka sjúklinga og áhrif hennar á öryggi þjónustunnar undir slagorðinu „eflum rödd sjúklinga.“ Í pallborði sátu fulltrúar hagsmunasamtakanna Umhyggju, Einstakra barna, Rótarinnar, MS félagsins, Nýrnafélagsins og Hjartaheilla sem fengu þar dýrmætt tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við starfsfólk spítalans.
19.09.2023
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2022. Umsóknarfrestur rennur út 1. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 10. október.
01.09.2023
Umhyggjudagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land laugardaginn 26. ágúst. Við erum innilega þakklát öllum sem tóku þátt, bæði þeim sem mættu á viðburði dagsins og glöddust með okkur og einnig samstarfsaðilum sem gerðu þennan dag að veruleika.
23.08.2023
Laugardaginn 26. ágúst næstkomandi verður Umhyggjudagurinn haldinn hátíðlegur um allt land í fyrsta skipti. Ýmislegt verður um að vera og öll eru velkomin.
12.07.2023
Skrifstofa Umhyggju lokar frá og með 11. júlí vegna sumarleyfa. Við opnum aftur 8. ágúst.
20.06.2023
Þriðjudaginn 13. júní síðastliðinn var aðalfundur Umhyggju haldinn á Háaleitisbraut 13. Á fundinum var farið yfir ársreikning félagins og nýtt fólk tók sæti í stjórn.
12.06.2023
Við minnum á aðalfund Umhyggju sem fram fer þriðjudaginn 13. júní kl.17:00 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf auk kosningar í laus stjórnarsæti.
08.06.2023
Þriðjudaginn 6. júní síðastliðinn voru Umhyggju afhentar 250.000 krónur sem söfnuðust í áheitahlaupi sem krakkarnir í Lindaskóla í Kópavogi tóku þátt í á síðasta skóladegi ársins. Verkefnið, sem er orðinn árviss viðburður, kalla þau Börn styrkja börn, en hlaupið kallast Lindaskólaspretturinn.
16.05.2023
Síðastliðinn sunnudag hélt Tónasmiðjan tónleikasýningu í Húsavíkurkirkju sem bar nafnið Hetjurnar, rokkum fyrir langveik börn. Tónasmiðjan sinnir skapandi starfi fyrir ungt fólk á öllum aldri sem hefur það markmið að vera jákvæðar forvarnir til framtíðar.
12.05.2023
Aðalfundi Umhyggju – félags langveikra barna, sem halda átti þriðjudaginn 16. maí, verður frestað af óviðráðanlegum orsökum. Nýr aðalfundartími er þriðjudaginn 13. júní næstkomandi, kl. 17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.