Árný er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og kandídatspróf í sálfræði frá Háskólanum í Árósum. Einnig er hún með MA próf í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Árný hefur starfað hjá Umhyggju frá árinu 2016, fyrst sem sálfræðingur og ritstjóri Umhyggjublaðsins, en árið 2020 tók hún við stöðu framkvæmdastjóra félagsins.
Þórdís er með BA próf í lögfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í lögfræði frá sama skóla. Þórdís hóf störf hjá Umhyggju árið 2023 og sinnir stöðu sérfræðings hjá Umhyggju. Hún sérhæfir sig í mannréttindalögfræði, með áherslu á réttindi langveikra og/eða fatlaðra barna og ungmenna. Hægt er bóka lögfræðiráðgjöf hjá Þórdísi en ráðgjöfin er félagsmönnum Umhyggju og aðildarfélaga Umhyggju að kostnaðarlausu.