Sólblómabandið

Sólblómabandið er ætlað fólki með ósýnilega fötlun, sjúkdóma eða skerðingar. Sá sem ber bandið gefur á látlausan hátt til kynna að hann þurfi mögulega á skilningi, aðstoð og sveigjanleika að halda t.d. í samgöngum, á fjölförnum stöðum, í vinnu eða verslunum. Með sólblómabandinu má auka skilning og tillitssemi annarra í umhverfinu í garð þess sem ber bandið. 

Sólblómabandið er nú þekkt í yfir 100 löndum og með hverju árinu bætist í hóp fyrirtækja, flugvalla, opinberra staða og fleira sem nota sólblómabandið til að auka aðgengi og inngildingu þeirra sem á þurfa að halda. Hér má lesa meira um sólblómabandið.