Fréttir allt

Umhyggja og Systkinasmiðjan komin í samstarf - kynningarfundur fyrir foreldra á Zoom 13. október kl.20:00

Nú í vetur mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna bjóða upp á námskeið fyrir systkini langveikra barna sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir. Við hefjum samstarfið á kynningarfundi fyrir foreldra sem tilheyra Umhyggju sem haldinn verður á Zoom 13. október kl.20:00. Kynningarfundurinn er foreldrum að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur um orlofshús um jól og áramót rennur út 1. október

Umsóknarfrestur um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um jól og áramót rennur út föstudaginn 1. október. Um er að ræða tvö tímabil, annars vegar frá 23. desember til 28. desember, og hins vegar frá 28. desember til 2. janúar.

Áfangasigur í málefnum barna með skarð í gómi

Eftir áralanga baráttu fögnum við hjá Umhyggju-félagi langveikra barna áfangasigri í málefnum barna með skarð í góm, en samkvæmt nýju bráðabirgðaákvæði fá börn með skarð í góm 95% endurgreiðslu kostnaðar samkvæmt gjaldskrá tannlæknis vegna tannlækninga og tannréttinga.

Alþjóðleg könnun á óskum og smekk barna þegar kemur að inntöku lyfja

Undanfarnar vikur hefur Umhyggja verið í samskiptum við vísindamenn frá University College London (UCL) sem hafa í samstarfi við EPTRI (European Paediatric Translational Research Infrastructure ) búið til könnun sem ætlað er að heyra raddir barna um allan heim hvað varðar lyfjainntöku, þ.e. í hvers konar formi/bragði o.s.frv. börn myndu helst kjósa að taka lyf. Þátttakendur eru börn undir 18 ára, bæði þau sem taka lyf að staðaldri/daglega og börn sem taka almennt ekki lyf nema í einstaka tilvikum.