Iðjuþjálfun

Umhyggja býður foreldrum langveikra barna í Umhyggju og aðildarfélögum Umhyggju upp á gjaldfrjálsa iðjuþjálfun hjá Louisu Sif Mønster iðjuþjálfa.

Iðjuþjálfun getur nýst vel þegar fólk er undir miklu álagi og upplifir ójafnvægi í daglegu lífi. Ójafnvægi daglegs lífs er álagstengt og getur því haft áhrif á mismunandi þætti svo sem eigin umsjá, svefn, störf og tómstundir. Iðjuþjálfi metur og greinir færni einstaklingsins í daglegu lífi og aðstoðar einstaklinginn m.a. við að forgangsraða út frá mikilvægi iðju, skipuleggja sig, auka tengslanet og setja markmið. Markmið iðjuþjálfunar er að auka færni í iðju sem hefur gildi og er mikilvæg.

Viðtöl fara fram hjá Umhyggju, Háaleitisbraut 13. Einnig er boðið upp á fjarviðtöl.

Iðjuþjálfunin fer fram hjá Umhyggju, Háaleitisbraut 13. Einnig er boðið upp á fjarviðtöl.

Hægt er að óska eftir iðjuþjálfun með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan.

Umhyggja offers occupational therapy, free of charge, for parents of chronically ill children who are members of Umhyggja or member associations. Louisa Sif Mønster is our occupational therapist.

Occupational therapy is beneficial when people have difficulties in taking care of themselves and others, doing houshold chores, working or enjoying what life has to offers. Occupational therapists evaluate the individuals capabilities in their daily lives and aim to assist in making their lives more enjoyable.

The occupational therapy takes place at Umhyggja's office, Háaleitisbraut 13 or through video conference. Applicants can fill out the application form below.