Fréttir

Jólakort og merkispjöld komin í sölu

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort og nýtt ágóðann til góðra verka. Í ár renna allar tekjur StLO við sölu kortanna til Umhyggju. Hægt er að panta kort og merkispjöld á vefsíðu Umhyggju og sækja þau á Háaleitisbraut 13 eða fá þau heimsend.

Systkinasmiðja á Egilsstöðum - skráning hafin

Helgina 26. - 27. nóvember mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir grunnnámskeiði fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 8 til 14 ára á Egilsstöðum.

Stórtónleikar í Grafarvogskirkju 17. nóvember

Þann 17. nóvember næstkomandi kl. 19:30 stendur Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir stórtónleikum til styrktar Umhyggju, BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Einvala lið listamanna mun troða upp og allur ágóði rennur til málefnanna. Lionsklúbburinn Fold mun standa fyrir veitingasölu í hléi. Við hvetjum alla til að mæta og eiga góða kvöldstund.

Systkinasmiðja í Reyjavík 19.-20. nóvember

Helgina 19. - 20. nóvember mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir grunnnámskeiði fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 8 til 14 ára. Hópurinn hittist laugardaginn 19. nóvember og sunnudaginn 20. nóvember frá kl. 10 til 13.

Við leitum að liðsauka!

Umhyggja – félag langveikra barna leitar að drífandi liðsfélaga í stöðu sérfræðings á skrifstofu félagsins sem brennur fyrir réttindum langveikra barna. Viðkomandi mun sinna mjög fjölbreyttum verkefnum og fær tækifæri til að móta starfið og áherslur þess.

Langveikum börnum boðið til samráðs í ráðuneyti

Mennta- og barnamálaráðuneytið vinnur nú að því að kortleggja þátttöku barna á Íslandi og leita til barna víðsvegar að úr samfélaginu til að heyra þeirra skoðanir. Fimmtudaginn 13. október býður ráðuneytið langveikum börnum á aldrinum 12-17 ára til óformlegs samtals í ráðuneytinu. Tilgangur þessa er að heyra frá börnunum um hvernig þau upplifa ákvarðanatöku í eigin lífi.

Systkinasmiðja á Akureyri 15.-16. október

Helgina 15.-16. október verða haldin tvö Systkinasmiðjunámskeið á Akureyri, ætluð systkinum langveikra barna, annars vegar 8-11 ára og hins vegar 12-14 ára.

Team Rynkeby Ísland afhenti Umhyggju styrktarfé

Við hjá Umhyggju erum þakklát og meyr eftir helgina, en laugardaginn 24. september afhenti hjólalið Team Rynkeby Ísland Umhyggju kr. 35.310.463 krónur sem söfnuðust með aðstoð fyrirtækja og almennings í landinu.

Team Rynkeby afhendir söfnunarfé í Kringlunni á laugardaginn kl. 14.30

Undanfarið ár hefur lið Team Rynkeby Ísland hjólað af miklum móð bæði innanlands sem utan í þeim tilgangi að safna fé til handa langveikum börnum með alvarlega sjúkdóma, einkum til að styðja við rannsóknartengd verkefni. Laugardaginn 24. september kl. 14:30 mun lið Team Rynkeby Ísland afhenda söfunarféð við hátíðlega athöfn á Blómatorgi 1. hæðar Kringlunnar.

Opnað fyrir umsóknir um orlofshús um jól og áramót

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum yfir jól og áramót 2022. Umsóknarfrestur rennur út 1. október og verða allar umsóknir teknar í úthlutunarferli eftir þann tíma. Niðurstöðu úthlutunar er að vænta í kringum 10. október.