Fréttir

Félagið Alúð styrkir Umhyggju

Á dögunum komu þessar dásamlegu konur, þær Jóhanna og Hildur, færandi hendi til Umhyggju með styrk upp á rúmlega 700.000 krónur. Fjármunirnir eru komnir frá félaginu Alúð, félagi um vakandi athygli og núvitund sem þær, ásamt öðrum sálfræðingum, stofnuðu árið 2012. Starf Alúðar sneri að núvitund með börnum og unglingum annars vegar og að fullorðnum hins vegar.

Aðalfundur Umhyggju 16. maí kl.17:00

Aðalfundur Umhyggju – félags langveikra barna verður haldinn þriðjudaginn 16. maí næstkomandi, kl. 17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Umsögn Umhyggju um drög reglugerðar um leyfi til notkunar mannalyfja af mannúðarástæðum.

Í febrúar 2023 bárust Umhyggju til umsagnar drög að reglugerð um leyfi til notkunar mannalyfja af mannúðarástæðum. Markmiðið með reglugerðinni er að veita sjúklingum aðgengi að lyfjum af mannúðarástæðum sem eru í yfirstandi klínískum prófunum eða lyfjum sem hafa ekki fengið markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu en sótt hefur verið um miðlægt markaðsleyfi fyrir.

Gleðilega páska!

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð vegna páskaleyfis í Dymbilvikunni en opnar aftur þriðjudaginn 11. apríl. Við óskum ykkur gleðilegra páska!

Landsteymi um farsæld barna í skólum

Það er ánægjulegt að segja frá því að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sett á fót landsteymi um farsæld barna í skólum. Teyminu er ætlað að styðja við börn, foreldra og starfsfólk skóla þegar alvarleg mál koma upp. Um er að ræða miðlægt úrræði þar sem börn, foreldrar og starfsfólk skóla á öllum skólastigum geta fengið stuðning í erfiðum málum.

Styrkur frá Lionsklúbbnum Fjörgyn í kjölfar stórtónleika

Í nóvember síðastliðnum stóð Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir stórtónleikum í Grafarvogskirkju til styrktar Umhyggju, BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Einvala lið tónlistarmanna tróð þar upp og allur ágóði rann til málefnanna. Nú í mars var okkur hjá Umhyggju boðið á fund hjá klúbbnum þar sem félaginu voru færðar kr. 250.000 krónur sem er hluti þess sem safnaðist á tónleikunum.

Þórdís hefur störf hjá Umhyggju

Í dag hefur Þórdís Helgadóttir Thors störf hjá Umhyggju. Þórdís er lögfræðingur að mennt en mun sinna stöðu sérfræðings í ýmsum málum á skrifstofu Umhyggju. Við bjóðum Þórdísi hjartanlega velkomna til starfa!

Systkinasmiðjur í Reykjavík helgina 11. - 12. mars

Helgina 11. - 12. mars mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir þremur Systkinasmiðjunámskeiðum fyrir systkini langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8 - 12 ára (f. 2012-2015) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13, eldri hópur 12 - 14 ára (f. 2009-2011) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30 og unglingahópur 14+ (f. 2008 og fyrr) hittist laugardag og sunnudag kl.16-17.30. 

Opið fyrir umsóknir um orlofshús í sumar

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum í sumar. Um er að ræða tímabilið 2. júní til 1. september og eru húsin leigð út í viku í senn, frá föstudegi til föstudags.

Skráning hafin á námskeiðið Núvitund fyrir foreldra sem fer af stað í mars

UPPFÆRT: Fullt er orðið á námskeiðið. Í mars fer af stað námskeiðið Núvitund fyrir foreldra, ætlað foreldrum langveikra barna. Námskeiðið er samstarfsverkefni Umhyggju og sálfræðinganna Álfheiðar Guðmundsdóttur og Lindu Bjarkar Oddsdóttur. Kostnaður er að stærstum hluta niðurgreiddur af Samfélagsstyrk Landsbankans og Umhyggju. Skráningargjald þátttakenda er 5000 kr. fyrir einstaklinga og 7500 kr. fyrir pör. Námskeiðið verður kennt á miðvikudögum frá kl. 20-22 í húsnæði Sálstofunnar, Hlíðarsmára 17. Námskeiðið er átta skipti og mun hefjast 8.mars nk. og ljúka 3.maí.