Fréttir allt

Áskorun til heilbrigðisyfirvalda vegna Covid-19 bólusetningar foreldra langveikra barna

Umhyggja sendi rétt í þessu, í samstarfi við fjölda annarra félaga sem hafa með hagsmuni langveikra barna að gera, frá sér áskorun til heilbrigðisyfirvalda þess efnis að foreldrar langveikra barna með miklar stuðningsþarfir fái forgang í Covid-19 bólusetningu.

Stuðningshópastarf fyrir foreldra sem misst hafa börn

Við vekjum athygli á hópastarfi sem fer af stað nú í mars hjá Sorgarmiðstöðinni, en um er að ræða stuðningshópa fyrir foreldra sem hafa misst börnin sín skyndilega eða eftir langvinn veikindi. Upplýsingar og skráning í stuðninghópastarf fyrir þau sem hafa misst barn sitt má finna hér.

Búið að opna fyrir umsóknir orlofshúsa sumarið 2021

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um úthlutun orlofshúsa Umhyggju sumarið 2021. Umsóknarfrestur er til 15. mars og verða allar umsóknir yfirfarnar eftir þann tíma. Reiknað er með að úthlutun liggi fyrir vikuna eftir páska.