Fréttir allt

Umhyggjugjöf - gjafabréf til stuðnings fjölskyldum langveikra barna

Umhyggja býður nú upp á gjafabréf, svokallaða Umhyggjugjöf, en með því móti er hægt að styðja við fjölskyldur langveikra barna og gleðja viðtakandann um leið. Boðið er upp á annars vegar gjafabréf ætlað til jólagjafa, og hins vegar gjafabréf ætlað sem tækifærisgjöf. Hægt er að panta í gegnum vefsíðu Umhyggju, fá gjafabréfið sent í tölvupósti til útprentunar og greiðsuseðil í heimabanka.

Eingreiðsla vegna aukinnar umönnunar í Covid-19: umsóknarfrestur til 31. desember

Við minnum framfærendur barna sem voru með gilt umönnunarmat á tímabilinu 16. mars til 4. maí að enn er hægt að sækja um viðbótargreiðslu vegna COVID -19. Um er að ræða eingreiðslu vegna aukinnar umönnunar barns sem skapast hefur vegna COVID-19 faraldurs. Upphæð eingreiðslunnar er kr. 48.108.

Áskorun frá Umhyggju vegna desemberuppbótar til þeirra sem þiggja foreldragreiðslur

Umhyggja sendi í dag, mánudaginn 16. nóvember, frá sér áskorun þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja foreldrum langveikra og fatlaðra barna sem eru á foreldragreiðslum desemberuppbót. Umhyggja hefur undanfarin þrjú ár sent frá sér sambærilega áskorun og hefur hún borið árangur í öll skiptin. Það er því von okkar að svo verði einnig nú og að sama skapi að tryggt verði að desemberuppbót til þessa hóps verði í framtíðinni regla frekar en undantekning.

Umhyggja styrkt um 100.000 krónur

Í gær, mánudaginn 9. nóvember barst okkur hjá Umhyggju styrkur að upphæð kr.100.000. Það var hún Ólöf Hallsdóttir, margra barna móðir, amma og langamma sem færði okkur þessa gjöf en um er að ræða ágóða af hjörtum með uppörvandi skilaboðum sem hún saumaði og seldi. Við þökkum Ólöfu hjartanlega fyrir þetta frábæra framtak!