Fréttir allt

Styrkur frá Oddfellow st.nr.9 Þormóði goða

Í dag, fimmtudaginn 29. desember, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá góðum gestum. Það voru þeir Pétur Halldórsson yfirmeistari og Þór Þráinsson undirmeistari Oddfellow st. nr. 9 Þormóðs goða sem færðu félaginu 200.000 króna gjöf til góðra verka.

Gleðilega hátíð!

Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegrar hátíðar! Skrifstofan opnar á ný þriðjudaginn 3. janúar.

Desemberuppbót til foreldra á foreldragreiðslum tryggð

Í lok nóvember sendi Umhyggja frá sér árlega áskorun til Félgas- og vinnumarkaðsráðuneytisins hvað varðra desemberuppbót til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur. Í gær bárust okkur þær góðu fréttir að desemberuppbót til þessa hóps hafi verið tryggð fyrir árið 2022 með reglugerð nr. 1421/2022 og hefur Tryggingastofnun greitt hana til foreldra.

Nýtt Umhyggjublað komið út

Þá er Umhyggjublað ársins 2022 komið út og er það aðgengilegt öllum hér á netinu.

1. tbl. 27. árg. 2022

Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.

Heimsókn og gjöf frá Bowentæknifélagi Íslands

Í dag, föstudaginn 9. desember, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá góðum gestum, þeim Valgerði Solveigu Pálsdóttur og Aðalheiði Svanhildardóttur sem sitja í stjórn Bowentæknifélags Íslands. Þær færðu félaginu 100.000 króna gjöf sem er afrakstur söfnunar í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í sumar.

Systkinasmiðjan - framhald helgina 3.- 4. desember

Helgina 3.- 4. desember næstkomandi stendur Umhyggja fyrir framhaldsnámskeiði Systkinasmiðjunnar í Reykjavík fyrir þá krakka sem hafa áður komið í Systkinasmiðjuna. Hópurinn hittist á Háaleitisbraut 13 frá kl. 10-12 laugardaginn 3. desember og sunnudaginn 4. desember.

Umhyggjuhöllin kynnt í dag

Frá og með deginum í dag mun heimavöllur Stjörnunnar í iþróttahúsinu við Ásgarð heita Umhyggjuhöllin í kjölfar framsýns og fordæmisgefandi samnings milli byggingafyrirtækisins E. Sigurðsson og körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar.

Nýtt merki Umhyggju

Við kynnum með stolti nýtt merki Umhyggju, opið hjarta sem um leið er umvefjandi faðmur. Hjartað táknar ást og umhyggju og opni faðmurinn táknar starfið sem Umhyggja vinnur.

Jólakort og merkispjöld komin í sölu

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort og nýtt ágóðann til góðra verka. Í ár renna allar tekjur StLO við sölu kortanna til Umhyggju. Hægt er að panta kort og merkispjöld á vefsíðu Umhyggju og sækja þau á Háaleitisbraut 13 eða fá þau heimsend.