Skráning

                                         

 

Í tilefni 45 ára afmælis Umhyggju verður haldið málþing um álagið sem hvílir á foreldrum langveikra og fatlaðra barna. Málþingið verður haldið mánudaginn 3. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica sem staðsett er á Suðurlandsbraut 2.

Húsið opnar klukkan 12 en setning er kl.12:30.

Fjölbreytt dagskrá verður á málþinginu þar sem fjallað verður um hugtakið „burn-on" í tengslum við lífsörmögnun, „fjórðu vaktina" og fylgifiska hennar ásamt gagnlegum bjargráðum frá foreldrum og fagaðilum.

Meðal fyrirlesara verða Teresa Mano, Karen Van Meeteren, Dr. Eygló Guðmundsdóttir, Nina Eck, Anna Dóra Frostadóttir, Petra Fanney Bragadóttir og fleiri. Fundarstjórar verða Sara Ósk Kristinsdóttir og Lóa Ólafsdóttir, stjórnendur hlaðvarpsins Fjórða vaktin.

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig. Kaffiveitingar verða í hléi.