Fréttir allt

Gleðileg jól

Um leið og Umhyggja óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári vekjum við athygli á því að skrifstofan er lokuð frá og með 22.desember fram til 2.janúar.

Umhyggja sendir yfirlýsingu vegna desemberuppbótar

Í dag, miðvikudaginn 20.desember, sendi Umhyggja frá sér yfirlýsingu þar sem vakin er athygli á því að foreldrar langveikra barna sem þiggja foreldragreiðslur fái ekki desemberuppbót, ólíkt mörgum öðrum hópum sem fá fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum.

KÍ styrki Umhyggju

Kennarasamband Íslands  hefur ákveðið að styrkja Umhyggju  um 350.000 krónur nú fyrir jólin, í stað þess að senda jólakort.   .

Tölvupóstur Umhyggju liggur niðri

Vegna breytinga á tækniþjónustu liggur tölvupósturinn okkar niðri í dag, þriðjudaginn 19.desember og á morgun miðvikudaginn 20.desember.Vinsamlegast hringið í síma 5524242 ef um áríðandi erindi er að ræða.

Styrkur til Umhyggju

Nýverið fékk Umhyggja rausnarleg framlag frá Stella Artois, eða kr.1.107.490 kr.  Verður féð notað til að styrkja fjölskyldur langveikra barna nú fyrir jólin.

Nýtt Umhyggjublað er komið út

Þá hefur nýtt Umhyggjublað litið dagsins ljós, en þemað að þessu sinni eru skólatengd málefni.

Nespresso gefur kaffivélar og kaffi

Fimmtudaginn 7.desember síðastliðinn opnaði Nespresso glæsilega kaffiverslun í Kringlunni.Að því tilefni gaf fyrirtækið Umhyggju tvær veglegar kaffivélar og ársbirgðir af Nespresso kaffi til afnota í sumarhúsum Umhyggju í Brekkuskógi og á Akureyri.

Attentus styrkir Umhyggju

Nýverið bárust okkur þær fréttir að fyrirtækið Attentus - mannauður og ráðgjöf ehf hyggist styrkja Umhyggju í stað þess að gefa viðskiptavinum sínum jólagjafir í ár.

Jólakort Umhyggju

Við minnum á jólakort Umhyggju sem er til sölu á skrifstofunni.Listamaður ársins er hin 7 ára gamla Anna Karen Jóhannsdóttir.