Fréttir allt

Söfnun Umhyggjusamra einstaklinga

Umhyggjusamir einstaklingar eru bakhjarlar okkar hjá Styrktarsjóði Umhyggju, en markmið sjóðsins er að styðja fjárhagslega við foreldra langveikra barna. Við erum innilega þakklát þeim þúsundum Íslendinga sem styðja mánaðarlega við sjóðinn og gera okkur kleift að veita tugum milljóna í beinum fjárstuðningi til foreldra langveikra barna á hverju ári. Við viljum vekja athygli á því að þessa dagana er átak í gangi á Akureyri þar sem verið er að safna Umhyggjusömum einstaklingum. Starfsmennirnir eru með nafnspjöld og ættu að vera vel merktir Umhyggju.

Frábærlega heppnaður Umhyggjudagur

Sunnudaginn 31.ágúst síðastliðinn var Umhyggjudagurinn haldinn hátíðlegur í annað sinn. Hátíðahöldin fóru fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á einum fallegasta degi sumarsins og tóku mörg þúsund gestir þátt í fjörinu. Allar fjölskyldur voru boðnar velkomnar og fengu allir sem skráðu sig til leiks frítt inn í garðinn á milli 12 og 16, auk þess sem boðið var upp á veitingar og skemmtiatriði.