Fréttir allt

Frábærlega heppnaður Umhyggjudagur

Sunnudaginn 31.ágúst síðastliðinn var Umhyggjudagurinn haldinn hátíðlegur í annað sinn. Hátíðahöldin fóru fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á einum fallegasta degi sumarsins og tóku mörg þúsund gestir þátt í fjörinu. Allar fjölskyldur voru boðnar velkomnar og fengu allir sem skráðu sig til leiks frítt inn í garðinn á milli 12 og 16, auk þess sem boðið var upp á veitingar og skemmtiatriði.