Í vor munu þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson ganga á Everest og safna um leið fyrir Umhyggju – félag langveikra barna. Þeir leggja af stað ásamt Garpi Ingasyni Elísabetarsyni í mars og stefna að því að toppa seint í maí. Garpur mun mynda ferlið og fer með þeim alla leið upp í grunnbúðir Everest. Hefur leiðangurinn fengið nafnið „Með Umhyggju á Everest”.