Fréttir allt

Systkinasmiðjan - framhald helgina 3.- 4. desember

Helgina 3.- 4. desember næstkomandi stendur Umhyggja fyrir framhaldsnámskeiði Systkinasmiðjunnar í Reykjavík fyrir þá krakka sem hafa áður komið í Systkinasmiðjuna. Hópurinn hittist á Háaleitisbraut 13 frá kl. 10-12 laugardaginn 3. desember og sunnudaginn 4. desember.

Umhyggjuhöllin kynnt í dag

Frá og með deginum í dag mun heimavöllur Stjörnunnar í iþróttahúsinu við Ásgarð heita Umhyggjuhöllin í kjölfar framsýns og fordæmisgefandi samnings milli byggingafyrirtækisins E. Sigurðsson og körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar.

Nýtt merki Umhyggju

Við kynnum með stolti nýtt merki Umhyggju, opið hjarta sem um leið er umvefjandi faðmur. Hjartað táknar ást og umhyggju og opni faðmurinn táknar starfið sem Umhyggja vinnur.

Jólakort og merkispjöld komin í sölu

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa hefur í áraraðir útbúið og selt jólakort og nýtt ágóðann til góðra verka. Í ár renna allar tekjur StLO við sölu kortanna til Umhyggju. Hægt er að panta kort og merkispjöld á vefsíðu Umhyggju og sækja þau á Háaleitisbraut 13 eða fá þau heimsend.

Systkinasmiðja á Egilsstöðum - skráning hafin

Helgina 26. - 27. nóvember mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir grunnnámskeiði fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 8 til 14 ára á Egilsstöðum.

Stórtónleikar í Grafarvogskirkju 17. nóvember

Þann 17. nóvember næstkomandi kl. 19:30 stendur Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir stórtónleikum til styrktar Umhyggju, BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Einvala lið listamanna mun troða upp og allur ágóði rennur til málefnanna. Lionsklúbburinn Fold mun standa fyrir veitingasölu í hléi. Við hvetjum alla til að mæta og eiga góða kvöldstund.