Fréttir allt

Gleðileg jól

Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.Um leið þökkum við ykkur ómetanlegan stuðning og samfylgd á árinu sem er að líða. .

Tombóla til styrktar Umhyggju

Þeir Ísak Máni Loftsson, Ýmir Darri Hreinsson og Gísli Hafsteinn Einarsson eru 8 ára strákar úr Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.Þeir félagar héldu tombólu til styrktar langveikum börnum fyrir utan Bónus á Völlunum og söfnuðu rúmum 6000 krónum.

Umhyggju berast styrkir

Á síðustu dögum hafa Umhyggju borist veglegir styrkir.Krónan hefur styrkt félagið um 1.000.000 krónur og stúka 7 Þorkell Máni úr Oddfellowreglunni veitti 300.000 króna styrk.

Umhyggjublaðið er komið út

Nýtt Umhyggjublað er komið út og fer það í dreifingu á allra næstu dögum.Þema blaðsins að þessu sinni er fjárhagur, útgjöld og styrkir fjölskyldna langveikra barna.