Fréttir allt

NordicaSpa gefur Umhyggju 40 gjafakort í heilsulind og nudd

NordicaSpa hefur gefið félögum í Umhyggju, samtökum sem vinna að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra, 40 gjafakort í heilsulindina á Nordica Spa þar sem handhafi fær nuddmeðferð að eigin vali.

Góði hirðirinn styrkir Umhyggju

Föstudaginn 1.desember veitti Góði hirðirinn, nytjamarkaðar SORPU og líknarfélaga, styrk til átta aðila og hafa styrkþegar aldrei verið fleiri.Að þessu sinni var heildarupphæðin 10 milljónir króna og skiptist hún á eftirtalda aðila: Hjálparstarf kirkjunnar vegna Framtíðarsjóðs, Rauði kross Íslands vegna verkefnisins Framtíð í nýju landi, Umhyggja vegna langveikra barna og foreldra þeirra, Bandalag kvenna vegna Starfsmenntasjóðs, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar.

Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands styrkir Umhyggju

Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu ári.Af því tilefni færði kvennadeildin Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, þrjár og hálfa milljón króna þann 23.

Jólakort Umhyggju

Sala er hafin á jólakortum til styrktar Umhyggju.Kortin verða aðeins seld í símasölu.Listaverkið á kortinu er að þessu sinni eftir Guðbjörgu Theodórsdóttur.

Aukinn stuðningur við foreldra og fjölskyldur sjúkra barna

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti þann 3.nóvember, fulltrúum Sjónarhóls og Umhyggju breytingar á reglugerð um ferðastyrki vegna brýnnar sjúkdómsmeðferðar í útlöndum.

Þitt tækifæri - allra hagur

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (Corporate Social Responsibility) er inntak ráðstefnunnar Þitt tækifæri – allra hagur sem Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir í samstarfi við KOM almannatengsl á Nordica hótel þann 15.

Umhyggju afhentar rúmar 2,2 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþon

Glitnir var samstarfsaðili Reykjavíkurmaraþons 19.ágúst sl.Hlaupið var haldið í 23.sinn og var haldið með breyttu sniði þetta skiptið.Glitnir hét á starfsmenn sína sem tóku þátt í hlaupinu með því að leggja fé til góðgerðamála.

Hjóla hringinn til styrktar langveikum börnum

Fjórir hjólreiðamenn lögðu í nótt upp frá Reykjanesbæ í hringferð um Ísland á reiðhjólum.Fjórmenningarnir ætla 1550 kílómetra leið á 10 dögum með það markmið að safna fé fyrir langveik börn á Íslandi.

Einstakir drengir á Highbury-leikvanginn í Lundúnum

Nokkrum drengjum var boðið af Actavis til Lundúna nýlega til þess að sjá Arsenal og Tottenham etja kappi á leikvangi Arsenal, Highbury.Actavis, sem er aðalsamstarfsaðili Umhyggju, félags langveikra barna, vildi bjóða nokkrum skjólstæðingum Einstakra barna og aðstandendum þeirra til Lundúna og gera þeim dagamun.

Umhyggja eignast orlofshús

2.mars sl.var skrifað undir samning um rekstrarleigu á tveimur orlofshúsum að Vaðlaborgum á milli Umhyggju og Vaðlaborgar ehf.Vaðlaborgir er þyrping orlofshúsa sem er að verða tilbúin á fallegum stað í Eyjafirði, gegnt Akureyri.