Fréttir allt

Styrkur frá Oddfellow st.nr.9 Þormóði goða

Í dag, fimmtudaginn 29. desember, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá góðum gestum. Það voru þeir Pétur Halldórsson yfirmeistari og Þór Þráinsson undirmeistari Oddfellow st. nr. 9 Þormóðs goða sem færðu félaginu 200.000 króna gjöf til góðra verka.

Gleðilega hátíð!

Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegrar hátíðar! Skrifstofan opnar á ný þriðjudaginn 3. janúar.

Desemberuppbót til foreldra á foreldragreiðslum tryggð

Í lok nóvember sendi Umhyggja frá sér árlega áskorun til Félgas- og vinnumarkaðsráðuneytisins hvað varðra desemberuppbót til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur. Í gær bárust okkur þær góðu fréttir að desemberuppbót til þessa hóps hafi verið tryggð fyrir árið 2022 með reglugerð nr. 1421/2022 og hefur Tryggingastofnun greitt hana til foreldra.

Nýtt Umhyggjublað komið út

Þá er Umhyggjublað ársins 2022 komið út og er það aðgengilegt öllum hér á netinu.

1. tbl. 27. árg. 2022

Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.

Heimsókn og gjöf frá Bowentæknifélagi Íslands

Í dag, föstudaginn 9. desember, fengum við hjá Umhyggju heimsókn frá góðum gestum, þeim Valgerði Solveigu Pálsdóttur og Aðalheiði Svanhildardóttur sem sitja í stjórn Bowentæknifélags Íslands. Þær færðu félaginu 100.000 króna gjöf sem er afrakstur söfnunar í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í sumar.