Fréttir allt

Páskaegg Team Rynkeby til styrktar Umhyggju

Nú fer að líða að páskum og margir farnir að huga að páskaeggjakaupum. Allur ágóði páskaeggjasölu Team Rynkeby rennur til Umhyggju og er tilvalin gjöf eða bara til að njóta sjálf/ur og styrkja gott málefni í leiðinni.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús í sumar

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum í sumar. Um er að ræða tímabilið 27.maí til 2.september og eru húsin leigð út í viku í senn, frá föstudegi til föstudags. Umsóknarfrestur er til 15. mars og verða umsóknirnar teknar fyrir að þeim tíma loknum.

Uppfærðar leiðbeiningar frá Barnaspítalanum vegna langveikra barna og afléttinga sóttvarnaraðgerða tengt Covid-19

Barnaspítali Hringsins uppfærði nýlega leiðbeiningar vegna langveikra barna sem tilheyra viðkvæmum hópum, tengt afléttingum sóttvarnaraðgerða.