Fréttir allt

Fóstrur styrkja Umhyggu á útskriftarafmæli

Á dögunum komu fóstrur færandi hendi til Umhyggju og færðu félaginu styrk að upphæð 75.000 krónur í tilefni þess að 50 ár eru síðan þær útskrifuðust úr Fóstruskóla Sumargjafar. Það gerðu þær jafnframt í minningu útskriftarsystra sinna þeirra Ingibjargar Njálsdóttur og Sigrúnar Snævarr sem fallnar eru frá.

Skrifstofa lokuð 24. og 25. júní

Skrifstofa Umhyggju verður lokuð fimmtudaginn 24. og föstudaginn 25. júní. Hægt er að senda erindi á netfangið info@umhyggja.is og verður þeim svarað um leið og opnar á ný.

Bólusetning 12-15 ára langveikra barna í áhættuhópi verður á fimmtudaginn, 24. júní

Langveik börn á aldrinum 12-15 ára á höfuðborgarsvæðinu sem eru í áhættuhóp vegna Covid-19 verða boðuð í Pfizer bólusetningu á fimmtudag í þessari viku. Við hvetjum alla foreldra sem þetta á við til að skoða Heilsuveru vel því fá barnanna eru með skráð símanúmer.

Vegna bólusetningar 12-15 ára langveikra barna gegn Covid-19

Í dag, laugardaginn 19. júní 2021, eru á leið inn í kerfið til heilsugæslustöðvanna listar þeirra barna á aldrinum 12-15 ára sem bólusetja á gegn Covid-19. Eftirfarandi upplýsingar hefur Landlæknisembættið beðið okkur um að koma áleiðis til að tryggja að boðin í bólusetningu gangi smurt fyrir sig.

Liverpoolklúbburinn á Íslandi styrkir Umhyggju

Liverpoolklúbburinn á Íslandi afhenti Umhyggju í dag styrk að andvirði 500.000 króna í minningu Kamillu Eirar Styrmisdóttur. Styrkurinn er afrakstur uppboðs á áritaðri Liverpooltreyju auk framlags úr styrktarsjóði Liverpoolklúbbsins.