Fréttir allt

Sumargjöf frá Umhyggju

Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegs sumars og færum ykkur í tilefni þess fallega sumargjöf. Markmiðið með sumargjöfinni er að gleðja börn og auka skilning á aðstæðum langveikra barna. Lag og texta Sólarlags Umhyggju samdi Ólafur Haukur Símonarson, útsetning og upptökustjórn var í höndum Jóns Ólafssonar en Kristján Kristjánsson (KK) syngur lagið ásamt barnakór. Sögugerð annaðist Sólveig Jónsdóttir.

Aðalfundur Umhyggju 11. maí kl.17:00

Aðalfundur Umhyggju – félags langveikra barna verður haldinn 11. maí næstkomandi, kl.17.00, í húsnæði Umhyggju, Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Óskað er eftir því að þeir félagsmenn sem hyggjast sitja fundinn skrái sig á vefsíðu Umhyggju, https://www.umhyggja.is/is/skraning-a-adalfund svo hægt sé að áætla fjölda og gera viðeigandi ráðstafanir vegna kosninga verði aðsókn mikil. Fjöldatakmarkanir og fyrirkomulag kosninga verður tilkynnt á vefsíðu Umhyggju, www.umhyggja.is, þegar nær dregur og ljóst er hverjar gildandi reglur um samkomutakmarkanir verða. Fundinum verður streymt en athugið að ekki er hægt að greiða atkvæði nema mæta á staðinn.