Fréttir allt

Vegna forskráðra styrkja hjá Skattinum

Svo virðist sem forskráðir styrkir til Umhyggju (Almannaheillafélags) á skattframtölum styrktaraðila okkar séu komnir í lag, en nú eftir hádegið fengu nokkrir af okkar styrktaraðilum villumeldingu þegar senda átti skattframtalið inn. Við biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið og hvetjum fólk jafnframt til að hafa samband ef innsendingin gengur ekki.

Opið fyrir umsókn um orlofshús í sumar

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum í sumar. Um er að ræða tímabilið 31. maí til 30. ágúst og eru húsin leigð út í viku í senn, frá föstudegi til föstudags. Umsóknarfrestur er til 15. mars og verða allar umsóknir teknar fyrir að þeim tíma loknum. Úthlutun verður tilkynnt eigi síðar en 10. apríl.

Samantekt frá starfi Umhyggju 2023

Um áramót er gagnlegt að líta yfir farinn veg og sjá hvað hefur áunnist á nýliðnu ári. Hér má sjá samantekt frá starfi Umhyggju á árinu 2023.

Systkinasmiðjur í Reykjavík 27.og 28. janúar

Systkinasmiðjur verða haldnar í Reykjavík helgina 27. - 28. janúar næstkomandi. Um er að ræða samstarf Systkinasmiðjunnar og Umhyggju og eru smiðjurnar ætlaðar systkinum langveikra barna. Smiðjurnar skiptast eftir aldri þannig að yngri hópur 8-12 ára (f. 2012-2015) hittist laugardag og sunnudag kl. 10-13 og eldri hópur 12-14 ára (f. 2009-2011) hittist laugardag og sunnudag kl.13.30-15.30.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús um páska

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um páskana 2024. Úthlutunin skiptist í tvö tímabil, annars vegar frá 22. - 27. mars og hins vegar 27.mars - 1. apríl. Umsóknarfresturinn er til 15. janúar og verða allar umsóknir meðhöndlaðar eftir það. Úthlutun mun liggja fyrir í kringum 10. febrúar.

Gleðilega hátíð

Umhyggja - félag langveikra barna óskar ykkur gleðilegrar hátíðar með von um gott og gjöfult nýtt ár. Skrifstofa félagsins verður lokuð frá hádegi 22. desember og opnar á ný þriðjudaginn 2. janúar.

Góðverk starfsfólks Össurar í Brekkuskógi

Á dögunum hélt 6 manna teymi frá fyrirtækinu Össuri upp í Brekkuskóg þar sem þau unnu heilan dag í sjálfboðavinnu í orlofshúsi Umhyggju í tengslum við svokallað “Give Back Program” fyrirtækisins. Þau sinntu þar hinu ýmsa viðhaldi, settu m.a. upp nýja koju og nýjan sófa, skiptu um ljós, þrifu og fleira.

Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi 7.desember

Umhyggja og CP félagið standa fyrir sýningum á Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi þann 7. desember í Elliðaárdalnum á milli klukkan 17-20. Sýningar hefjast á 12 mínútna fresti og tekur hver leiksýning um það bil klukkutíma. Áhorfendur ferðast í litlum hópum um Elliðaárdalinn, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr jólafjölskyldu okkar Íslendinga. Miðaverð er niðurgreitt og kostar hver miði því 1.000 kr. Frítt er fyrir börn undir 2 ára. Sýningin hentar öllum sem þurfa bætt aðgengi, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og mæta með vasaljós.

Kvennaverkfall 24. október 2023

Þriðjudaginn 24. október leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla kerfisbundnu laumamisrétti og kynbundnu ofbeldi. Þar sem allir starfsmenn Umhyggju eru konur verður skrifstofan lokuð. Kjarninn í baráttunni snýst um að uppræta vanmat á störfum kvenna, launuðum sem ólaunuðum. Í því samhengi er vert að nefna framlag ótal mæðra langveikra barna sem bera hitann og þungann af umönnun barna sinna. Í flestum tilvikum eru það mæður sem minnka við sig eða hætta vinnu til að sinna langveikum börnum og eru sumar hverjar árum saman utan vinnumarkaðar eða í skertu starfshlutfalli. Þær fara því á mis við ýmis tækifæri í atvinnulífinu, verða af tekjum og búa við skert lífeyrisréttindi. Margar þeirra eiga ekki heimangengt í dag og eru því #ómissandi nú sem aðra daga.

Styrktartónleikar Fjörgynjar

Þann 9. nóvember nk. kl. 19.30 í Grafarvogskirkju stendur Lionsklúbburinn Fjörgyn fyrir tónleikum til styrktar Umhyggju, BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar. Dagskráin er svo sannarlega hin glæsilegasta og alveg ljóst að hér er um stórtónleika að ræða.