Fréttir allt

Lokað fyrir almennar heimsóknir á skrifstofu til 2.febrúar - þjónusta áfram gegnum síma/tölvupóst og sálfræðiþjónusta óskert á skrifstofu

Vegna samkomutakmarkana tengt Covid-19 verður skrifstofa Umhyggju lokuð fyrir almennar heimsóknir til 2. febrúar. Berglind sálfræðingur Umhyggju mun þó veita viðtöl á skrifstofu félagsins og öll önnur þjónusta mun fara óskert fram í gegnum síma og tölvupóst. Við hvetjum ykkur því til að hafa samband ef eitthvað er.

Búið að opna fyrir umsóknir orlofshúsa um páska

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum Umhyggju um páskana 2022. Tímabilin eru tvö, annars vegar frá 8.-13. apríl og hins vegar frá 13.-18. apríl. Umsóknarfrestur er til 15. janúar og verða umsóknir yfirfarnar eftir þann tíma.