- Um félagið
- Fréttir
- Orlofshús
- Réttindamál
- Styrkja félagið
- Hafa samband
Foreldrar langveikra barna lýsa því gjarnan sem frumskógi að afla upplýsinga um réttindi í tengslum við veikindi barns. Umhyggja hefur tekið saman ítarlegar upplýsingar varðandi réttindamál langveikra barna, með þeim tilgangi að efnið sé aðgengilegt og skiljanlegt. Hér má finna upplýsingar um helstu lög og reglur sem eiga við að hverju sinni, útskýringar á hugtökum og hlekki inn á vefslóðir viðeigandi stofnanna. Ef óskað er eftir frekari aðstoð við réttindamál þá býður Umhyggja foreldrum langveikra barna, sem eru í aðildarfélögum Umhyggju, upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf, sjá nánar hér.
Framlenging fæðingarorlofs
Heimilt er að framlengja sameiginlegan rétt foreldra til fæðingarorlofs um allt að sjö mánuði ef um er að ræða alvarlegan sjúkleika barns eða alvarlega fötlun sem krefst nánari umönnunar foreldris. Sótt er um framlengingu fæðingarorlofs hjá Vinnumálastofnun. Mikilvægt er að skila inn vottorði frá sérfræðilækni þar sem rökstudd er þörfin fyrir lengingunni.
Hér má skila inn gögnum til Vinnumálastofnunar.
Hér má sjá nánari upplýsingar inn á vef Vinnumálastofnunar.
Hér má nálgast lög um fæðingar- og foreldraorlof nr.95/2000, sjá 17.gr.
Veikindaréttur á vinnumarkaði
Kjarasamningar vinnumarkaðarins kveða á um að foreldri sé heimilt að verja 2 dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar börnum sínum sem eru undir 13 ára aldri, fyrstu 6 mánuði í starfi. Eftir 6 mánuði í starfi verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum, sem og vaktaálagi eða eftirvinnuálagi þar sem það á við. Sama á við um börn undir 16 ára aldri þegar veikindi eru það alvarleg að þau leiði til sjúkrahússvistar í að minnsta kosti einn dag.
Þegar veikindaréttur á vinnumarkaði klárast er næsta skref að skoða rétt til greiðslna úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga.
Sjúkra-og styrktarsjóðir stéttarfélaga
Til að eiga rétt á greiðslum úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga þarf fyrst að fullnýta réttindi skv. kjarasamningum við vinnuveitanda, sem og að hafa greitt stéttarfélagsgjöld. Hér að neðan getur þú valið þitt stéttarfélag og fengið frekari upplýsingar um úthlutunarreglur félagsins og sótt um styrkina sem eru í boði.
BHM
BHM starfrækir bæði sjúkra- og styrktarsjóð. Sjúkrasjóðurinn er fyrir félagsmenn á almennum
vinnumarkaði og styrktarsjóðurinn er fyrir félagsmenn á opinberum vinnumarkaði. Sjá aðildarfélög BHM hér.
Sjúkrasjóður BHM
Greiddir eru sjúkradagpeningar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sem nema 80% af meðallaunum sl.
4 mánuði fyrir óvinnufærni, að hámarki 713.000 krónur. Greitt er í 3 mánuði vegna veikinda barns.
Hér má finna nánari upplýsingar inn á heimasíðu BHM.
Hér má finna úthlutunarreglur sjúkrasjóðsins, sjá grein 4.c.
Hér má sækja um sjúkradagpeninga inn á mínum síðum hjá BHM.
Styrktarsjóður BHM
Greiddir eru sjúkradagpeningar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sem nema 80% af meðallaunum sl.
4 mánuði fyrir óvinnufærni, að hámarki 713.000 krónur. Greitt er í allt að 4 mánuði vegna veikinda
barns. Sjóðsstjórn metur hvert einstakt tilvik fyrir sig.
Hér má finna nánari upplýsingar inn á heimasíðu BHM.
Hér má finna úthlutunarreglur styrktarsjóðsins, sjá grein 4.g.
Hér má sækja um sjúkradagpeninga inn á mínum síðum BHM.
ASÍ
ASÍ hefur sett viðmiðunarreglugerð fyrir sjúkrasjóði aðildarfélaga ASÍ.
Sjúkrasjóðir aðildarfélaga ASÍ skulu greiða dagpeninga í 90daga (3 mánuði), að loknum kjarasamningsbundnum greiðslum launagreiðanda vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Greiðslur skulu ekki nema lægri fjárhæð m.v. starfshlutfall sjóðfélaga en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum. Með langveikum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlegan og/eða langvinnan sjúkdóm og þarfnast sérstakrar umönnunar. Með alvarlega fötluðum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlega greindarskerðingu, geðraskanir eða alvarlega líkamlega hömlun og þarfnast sérstakrar umönnunar.
Hér má nálgast viðmiðunarreglur ASÍ fyrir sjúkrasjóði aðildarfélaganna , sjá grein 12.2.
Hér má nálgast aðildarfélög ASÍ.
Athugið að einstaka stéttarfélög innan ASÍ kunna að veita rýmri rétt. Ýttu á þennan hlekk til að velja þitt stéttarfélag https://www.asi.is/um-asi/skipulag/adildarfelog.
BSBR
BSBR starfrækir styrktarsjóð þar sem heimilt er að greiða dagpeninga í allt að 60 daga vegna veikinda barna sem er undir 18 ára. Sjóðsfélagi þarf að hafa verið aðili að sjóðnum í eitt ár til að geta sótt um úthlutun. Dagpeningar eru 80% af meðal heildarlaunum síðustu 12 mánuði.
Hér má finna nánari upplýsingar inn á heimasíðu BSBR.
Hér má nálgast úthlutunarreglur styrktarsjóðs BSBR, sjá grein 3.d.
Hér má sækja um inn á mínum síðum BSBR.
Hér má nálgast aðildarfélög BSBR.
KÍ
Sjúkrasjóður Kennarasambands Íslands greiðir sjúkradagpeninga til sjóðfélaga sem verður fyrir tekjuskerðingu
sem er afleiðing alvarlegra langtímaveikinda maka eða barna. Veikindin verða að hafa staðið í a.m.k. þrjá mánuði. Fjárhæð sjúkradagpeninga tekur mið af meðalstarfshlutfalli síðustu 12 mánuði og eru greiddir í allt að sex mánuði. Óskert fjárhæð dagpeninga er 16.000 kr. á dag.
Hér má nálgast úthlutunarreglur sjúkrasjóðs KÍ, sjá grein 4.2 varðandi veikindi barns og sjá grein 4.3. og grein 4.4. varðandi upphæð sjúkradagpeninga.
Hér má sækja um inn á mínum síðum hjá KÍ.
Hér má nálgast aðildarfélög KÍ.
VFÍ
Verkfræðingafélag Íslands starfrækir sjúkrasjóð og styrktarsjóð. Sjúkrasjóðurinn er fyrir sjóðsfélaga sem starfa á almennum vinnumarkaði og styrktarsjóðurinn er fyrir sjóðsfélaga sem starfa á opinberum vinnumarkaði.
Sjúkrasjóður VFÍ
Greiddir eru dagpeningar í allt að 60 daga vegna langvarandi veikinda barns. Upphæð dagpeninga er 80% af grunni inngreiðslna viðkomandi sjóðsfélaga í sjóðinn og skal miðað við meðal innborgun síðustu 12 mánuði áður en réttur til dagpeninga skapaðist, þó ekki hærri fjárhæð en 1 milljón krónur á mánuði.
Hér má nálgast nánari upplýsingar inn á heimasíðu VFÍ.
Hér má sjá úthlutunarreglur sjúkrasjóðsins, sjá grein 4.b. um upphæð dagpeninga og grein 4.c. um veikindi barns.
Hér má sækja um inn á mínum síðum VFÍ.
Styrktarsjóður
Greiddir eru dagpeningar í allt að 60 daga vegna langvarandi veikinda barns. Upphæð dagpeninga er 80% af grunni inngreiðslna viðkomandi sjóðsfélaga í sjóðinn og skal miða við meðal innborgun síðustu 12 mánuði áður en réttur til dagpeninga skapaðist, þó ekki hærri fjárhæð en 800 þúsund krónur á mánuði.
Hér má nálgast nánari uppplýsingar inn á heimasíðu VFÍ.
Hér má sjá úthlutunarreglur styrktarsjóðsins, sjá grein 4.b. um upphæð dagpeninga og grein 4.c. um veikinda barns.
Hér má sækja um inn á mínum síðum VFÍ.
VR
Félagsmenn VR eiga rétt á sjúkradagpeningum úr sjúkrasjóði VR vegna barna sinna undir 18 ára aldri í allt að 210 daga/7mánuði, á hverju 12 mánaða tímabili. Upphæðin nemur 80% af meðallaunum síðustu sex mánuði.
Hér má nálgast frekari upplýsingar inn á heimasíðu VR.
Hér má nálgast frekar upplýsingar um útreikning á sjúkradagpeningum.
Hér má nálgast úthlutunarreglur sjúkrasjóðs VR, sjá grein 2.7. um veikindi barns.
Hér má sækja um inn á mínum síðum hjá VR.
Félög utan bandalaga
Hjúkrunarfélag Íslands
Hjúkrunarfélag Íslands starfrækir styrktarsjóð sem félagsmenn öðlast rétt úr þegar greiðslur hafa borist í 6 mánuði, þar af 3 mánuði samfellt áður en atburðir sem veitir rétt til styrks úr sjóðnum átti sér stað. Greiðslur eru mismunandi eftir því hvort sjóðsfélagi er á opinberum eða almennum vinnumarkaði.
Sjóðsfélagar á opinberum vinnumarkaði
Mánaðargreiðsla miðast við starfshlutfall við upphaf veikinda. Full mánaðargreiðsla er kr. 400.000 sem er kr. 18.459 fyrir hvern virkan dag eða 21.67 daga. Hægt er að sækja um dagpeninga til sjóðsstjórnar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu í kjölfar langvinnra veikinda barns (þrír mánuðir eða lengur) í allt að sex mánuði samanlagt. Með barni í reglum þessum er auk kynbarns, kjörbarns og fósturbarns átt við stjúpbarn og barnabarn sem býr á heimili sjóðsfélaga eða þarfnast greinilega umönnunar sjóðsfélaga. Dagpeningar eru einungis veittir vegna barna undir 18 ára aldri. Með langtímaveikindum er átt við veikindi sem vara samfellt lengur en í 30 almanaksdaga.
Hér má sækja um inn á mínum síðum hjúkrunarfélagsins.
Hér má sjá úthlutunarreglur sjóðsins inn á heimasíðu hjúkrunarfélagsins, sjá grein 1, um upphæð dagpeninga og grein 1.b, um veikinda barns.
Sjóðsfélagar á almennum vinnumarkaði
Upphæð dagpeninga nemur 80% af grunni inngreiðslna sjóðsfélaga í sjóðinn síðustu sex mánuði áður en launagreiðslur féllu niður, að hámarki 610.000 krónur á mánuði (launatekjur 762.500 krónur). Hægt er að sækja um dagpeninga til sjóðsstjórnar vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu í kjölfar langvinnra veikinda barns í allt að sex mánuði samanlagt. Með barni í reglum þessum er auk kynbarns, kjörbarns og fósturbarns átt við stjúpbarn og barnabarn sem býr á heimili sjóðsfélaga eða þarfnast greinilega umönnunar sjóðsfélaga. Dagpeningar eru einungis veittir vegna barna undir 18 ára aldri. Með langtímaveikindum er átt við veikindi sem vara samfellt lengur en í 30 almanaksdaga.
Hér má sækja um inn á mínum síðum hjúkrunarfélagsins.
Hér má sjá úthlutunarreglur inn á heimasíðu hjúkrunarfélagsins, sjá grein 2.b. um upphæð dagpeninga og grein 2.c. um veikindi barns.
Læknafélag Íslands
Læknafélag Íslands starfrækir fjölskyldu- og styrktarsjóð lækna (FOSL) sem m.a. veitir félagsmönnum fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum. Réttur sjóðsfélaga til úthlutunar úr sjóðnum er háður því að greitt hafi verið styrktarsjóðsframlag vegna sjóðsfélaga í samtals 6 mánuði og þar af í 3 mánuði samfellt áður en atvik, sem veitir rétt til styrks úr sjóðnum, átti sér stað. Sjóðurinn greiðir styrk sem nemur 80% af grunni inngreiðslna sjóðsfélaga í sjóðinn síðustu 12 mánuði áður en greiðslur féllu niður, að hámarki 1.200.000 krónur,- á mánuði, í 3 mánuði. Hvert samfellt greiðslutímabil er að jafnaði 3 mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili. Sá sem hefur fullnýtt þann rétt öðlast hann að nýju þegar greitt hefur verið fyrir hann til sjóðsins í 3 mánuði. Sjóðsfélagi sem er sjálfstætt starfandi hefur rétt til greiðslu veikindastyrks sem um launþega væri að ræða.
Hér má sækja um styrk inn á innra vef læknafélags Íslands.
Hér má nálgast úthlutunarreglur fjölskyldu- og styrktarsjóðsins, sjá grein 3.3, um langvarandi veikinda ættingja.
Samband stjórnendafélaga
STF starfrækir sjúkrasjóð sem m.a. greiðir bætur til félagsmanna í veikinda og slysatilfellum. Réttur til sjúkradagpeninga vegna veikinda barna fer eftir ávinnslurétti sjóðsfélaga í sjóðnum, þó er greitt að hámarki í 90 daga vegna veikinda barns á hverju 12 mánaða tímabili. Upphæð sjúkradagpeninga er 80% af meðaltalslaunum síðustu 12 mánaða fyrir veikindi. Einnig er hægt að sækja styrk vegna mjög alvarlegra eða langvarandi veikinda barna, að upphæð 366.000 krónur á hverju 12 mánaða tímabili. Ekki er hægt að sækja bæði um dagpeningagreiðslur og eingreiðslustyrk.
Hér má finna úthlutunarreglur sjúkrasjóðsins, sjá grein 7.6.1. um upphæð dagpeninga, sjá grein 9 um veikindi barns og sjá grein 7.2. um ávinnslurétt til dagpeninga.
Hér má sækja um inn á mínum síðum hjá STF.
Félag skipstjórnarmanna
Félag skipstjórnarmanna starfækir styrktarsjóð FS. Sjóðstjórn metur hvort greiða skuli dagpeninga í veikinda- og slysaforföllum barna innan 18 ára. Dagpeningar greiðast að hámarki í 90 daga frá þeim tíma sem sjóðfélagi hefur verið launalaus í a.m.k. 10 daga. Komi til greiðsluskyldu er greitt frá fyrsta degi launamissisins. Sjóðstjórn ákveður upphæð dagpeninga.
Hér má sjá úthlutunarreglur sjóðsins, sjá grein 9.5. um veikindi barns.
Hér má sækja um inn á mínum síðum hjá FS.
Umönnunarmat, umönnunargreiðslur og umönnunarkort
Tryggingastofnun sér um umönnunarmat, umönnunargreiðslur og umönnunarkort.
Umönnunarmat
Fjárhæðir umönnunargreiðslna byggjast á umönnunarmati sem Tryggingastofnum framkvæmir en framkvæmdin byggir á flokkunarkerfi sem er sett fram í reglugerð nr. 504/1997. Hér má nálgast reglugerðina.
Í 5. gr. reglugerðarinnar má sjá flokka sem byggja á erfiðleikum barns, gæslu og þeim útgjöldum sem fallið hafa til vegna barnsins. Annars vegar er flokkun vegna barna með fötlun og barna með þroska- og atferlisraskanir og hins vegar flokkun barna sem glíma við langvinn veikindi. Einnig eru tiltekin greiðslustig sem miðast við umönnun og kostnað vegna barnsins, umönnunargreiðslur geta því verið misháar innan hvers flokks.
Umönnunargreiðslur
Umönnunargreiðslur eru fjárhagslegur stuðningur til framfærenda barna með fötlun og/eða langveikra barna auk barna með þrosaraskanir. Umönnunargreiðslur eru veittar þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður.
Fjárhæðir umönnunargreiðslna byggjast á umönnunarmati. Almenn leikskóla- og skólaþjónusta skerðir ekki umönnunargreiðslur. Önnur dagleg, sértæk þjónusta, sem er án endurgjalds og nemur samfellt 4 klst. eða meira, skerðir greiðslur.
Umönnunarkort
Umönnunarkort er til lækkunar á læknis- og lyfjakostnaði. Umönnunarkort er veitt með umönnunarmati og því þarf ekki að sækja sérstaklega um kortið heldur birtist það inn á Mínum síðum Tryggingarstofnunar. Kortið veitir afslátt af ýmissi heilbrigðisþjónustu s.s. af komugjöldum til sérfræðinga, læknisfræðilegum rannsóknum og þjálfun barna. Gildistími er frá fæðingu, ef um meðfæddan sjúkdóm eða fötlun er um að ræða, en miðast annars við greiningu barns og nær allt að 16 ára aldri. Heimilt er að lengja gildistíma til allt að 18 ára aldurs vegna barna með lífshættulega sjúkdóma eða alvarlega fjölfötlun.
Hér má nálgast upphæðir umönnunargreiðslna frá 1.janúar 2023.
Hér má sækja um umönnunargreiðslur.
Hér má lesa meira um umönnunarmat, umönnunargreiðslur og umönnunarkort.
Hér má nálgast lög um félagslega aðstoð nr.99/2007, sjá 4. gr. og hér má nálgast reglugerð nr. 504/1997.
Foreldragreiðslur
Foreldragreiðslur byggja á lögum nr. 22/2006 um greiðslur til foreldra vegna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Markmið laganna er að tryggja foreldrum fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna, einnig vegna bráðaaðstæðna, enda verður vistunarþjónustu á vegum opinberra aðila ekki við komið.
Tekjutengdar greiðslur
Foreldrar geta átt sameiginlegan rétt á tekjutengdum greiðslum í allt að þrjá mánuði - samtals 6 mánuði. Foreldrum er heimilt að skipta greiðslunum eins og þeim hentar best, uppfylli báðir aðilar skilyrðin til greiðslnanna. Foreldrar geta þó ekki þegið greiðslur fyrir sama tímabil, nema ef um er að ræða líknandi meðferð barns.
Námsmannagreiðslur
Foreldri sem er í námi getur átt rétt á greiðslum, í allt að þrjá mánuði, ef hlé er gert á námi vegna alvarlegra veikinda eða fötlunar barns.
Grunngreiðslur
Grunngreiðslur eru ætlaðar þeim foreldrum sem eru ekki í námi né vinnu þegar barn greinist. Grunngreiðslur geta einnig verið samþykktar í framhaldi af launatengdum greiðslum eða námsmannagreiðslum.
Sameiginleg skilyrði
Sameiginleg skilyrði fyrir foreldragreiðslum eru að langveikt barn og/eða barn með alvarlega fötlun þarfnist sérstakrar umönnunar foreldris vegna sjúkdóms eða fötlunar sem fellur undir sjúkdóms-og/eða fötlunarstig laganna. Sjúkdóms-og fötlunarstigin eru að finna í 26. og 27. gr.laganna, sjá hér.
Umsókn um foreldragreiðslur
Hvað þarf að fylgja með?
Hér má sjá umfjöllun um foreldragreiðslur inn á vefsíðu TR.
Hér má sækja um foreldragreiðslur.
Hér má sjá upphæðir foreldragreiðslna fyrir árið 2023.
Hér má nálgast lög nr. 22/2006 um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna.
Hér má nálgast reglugerð nr. 1277/2007 um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna.
Bifreiðastyrkir og niðurfelling bifreiðagjalda
Niðurfelling bifreiðagjalda
Ef umönnunargreiðslur eru samþykktar þá er hægt að sækja um niðurfellingu á bifreiðagjöldum, fylla þarf út sérstakt eyðublað inn á vef ríkisskattsstjóra.
Hér má nálgast eyðublaðið.
Bílastyrkur
Foreldrar langveikra barna geta í sumum tilvikum átt rétt á bílastyrk ef barnið er með hreyfihömlunarmat. Um bílastyrkinn þarf að sækja sérstaklega og skila inn hreyfihömlunarvottorði frá lækni.
Hægt er að sækja um bílastyrk inn á mínum síðum hjá TR, hér má einnig finna umsóknina á PDF formi.
Hér má nálgast upphæð bílastyrksins.
Félagsþjónusta sveitarfélaga
Fjárhagsaðstoð
Grunnþjónusta
sjá 3. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Npa samningur
sjá 11. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Notendasamningur
sjá 10. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Stuðningsþjónusta
1) Stuðningsfjölskylda 15. gr.
2) Frístundir 16.gr
3) Skammtímadvöl 17.gr
Sjúkratryggingar Íslands
Markmið Sjúkratrygginga er að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnhag. Sjúkratryggingar greiða hluta af kostnaði eða allan kostnað þeirra sem eru sjúkratryggðir vegna heilbrigðisþjónustu.
Hjálpartæki og næring
Sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun
Læknismeðferðir erlendis
Hér má nálgast lög um sjúktratryggingar Íslands.
Hér má nálgast öll eyðublöð Sjúkratrygginga Íslands.
Úrræði innan skólakerfisins
Sorgarleyfi
Upplýsingabæklingur
Hér má nálgast upplýsingabækling, sem þær Halldóra Jónasdóttir og Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir þroskaþjálfanemar í HÍ tóku saman um helstu réttindimál langveikra barna. Bæklingurinn er frá 2018 og því gott að hafa í huga að eitthvað hefur breyst og uppfærst. Nýjustu upplýsingar er að finna á heimasíðu Umhyggju.