Fréttir allt

Gleðilega páska

Við hjá Umhyggju óskum ykkur gleðilegra páska. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. apríl.

Lagðir af stað með Umhyggju á Everest

Þá er stóri dagurinn runninn upp, þeir Siggi og Heimir eru lagðir af stað til Nepal þar sem þeir hyggjast klífa Everest til styrktar Umhyggju. Við erum ekki lítið stolt af þeim og hvetjum ykkur öll til að fylgjast vel með þeim inni á instagram @umhyggja.is og á facebook á síðunni Með Umhyggju á Everest.

Umsóknarfrestur um sumardvöl í orlofshúsum rennur út mánudaginn 15. mars

Við minnum á að umsóknarfrestur vegna sumarúthlutunar í orlofshúsum Umhyggju í Brekkuskógi og Vaðlaborgum rennur út mánudaginn 15. mars.

KVAN námskeið fyrir systkini langveikra barna 10-12 ára fer af stað 7. apríl

Þann 7. apríl fer af stað sjálfstyrkingarnámskeið Umhyggju og KVAN sem ætlað er 10-12 ára systkinum langveikra barna. Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur og þar sem Umhyggja niðurgreiðir kostnaðinn að stærstum hluta er gjaldið einungis kr.7500.