Fréttir allt

Námskeið KVAN og Umhyggju fyrir 10-12 ára og 13-15 ára systkini

Skráning er hafin! Í september mun Umhyggja í samstarfi við KVAN bjóða upp á námskeið fyrir 10-12 og 13-15 ára systkini langveikra barna. Námskeiðið er 8 skipti, 2,5-3 klst í senn og hefst annars vegar 17. september (10-12 ára) og 21. september (13-15 ára). Þar sem námskeiðsgjald er að langstærstum hluta greitt af Umhyggju er skráningargjald aðeins kr.7000.

Hamingjumótið styrkir Umhyggju um 1 milljón krónur

Hamingjumót Víkings var haldið í fyrsta sinn síðastliðna helgi þar sem 1700 krakkar í 7. og 8. flokki kepptu í fótbolta. Hluti af þátttökugjaldinu rann til Umhyggju – félags langveikra barna. „Með þessu viljum við Víkingar stuðla að velferð barna, líka þeirra sem ekki geta tekið þátt í fótboltamótum vegna veikinda,“ sagði mótsstjórinn Davíð Ólafsson sem bar hitann og þungann af skipulagningu mótsins. Var styrkurinn, 1 milljón krónur, afhentur Umhyggju á mótinu.

Golfklúbbur Leynis á Akranesi og Skipavík styrkja Umhyggju

Dagana 7.- 10. júlí síðastliðinn fór fram Meistaramót Golfklúbbsins Leynis á Akranesi og ákváðu þeir að árangurstengja spilamennskuna. Nutu þeir mikillar góðvildar frá fyrirtækinu Skipavík í Stykkishólmi sem lagði til 500 kr. fyrir alla fugla (birdie) sem náðust í mótinu og skyldi upphæðin renna óskipt til Umhyggju – félags langveikra barna.

KVAN námskeið fyrir 7-9 ára systkini hefst 19. ágúst - skráning í gangi

Við minnum á að nú í ágúst mun Umhyggja í samstarfi við KVAN bjóða upp á námskeið fyrir 7-9 ára systkini langveikra barna. Þetta er í fyrsta skipti sem námskeið stendur þessum aldurshópi til boða, en Umhyggja hefur undanfarin ár boðið upp á námskeið fyrir 10-12 ára og 13-15 ára langveik börn og systkini.