Fréttir allt

Gleðilega hátíð!

Við hjá Umhyggju óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með von um gæfuríkt komandi ár. Við þökkum jafnframt samstarfið, stuðninginn og samskipti á árinu sem er að líða. Skrifstofa Umhyggju verður lokuð fram yfir áramótin, en við opnum aftur mánudaginn 4. janúar.

1.tbl.25.árgangur 2020

Smelltu á myndina til að nálgast rafræna útgáfu blaðsins.

Desemberuppbót til foreldra sem þiggja foreldragreiðslur tryggð

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur undirritað regluegerð sem tryggir foreldrum langveikra og fatlaðra barna sem þiggja foreldragreiðslur desemberuppbót á árinu 2020. Umhyggja sendi ráðherra áskorun þann 16. nóvember þar sem skorað var á yfirvöld að tryggja þessum hópi desemberuppbót. Félagið fagnar þessari niðurstöðu.