Fréttir allt

A. Karlsson styrkir Umhyggju

Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum fær hálfa milljón að gjöf frá A.Karlssyni ehf.

Volare styrkir Umhyggju þriðja árið í röð.

Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum var myndarlega styrkt af fyrirtækinu Volare í glæsilegu kvöldverðarboði föstudaginn 3.desember s.l.að upphæð  250 þúsund kr.

Söfnuðu pening fyrir langveik börn

Umhyggja fékk heldur góðan hóp krakka í heimsókn um daginn.Þau Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir, Magnea Herborg Magnúsardóttir og Sigurður Sævar Magnúsarson söfnuðu á fjórðaþúsund krónum fyrir langveik börn á Íslandi og færðu félaginu við hátíðlega athöfn.

Samningur um rannsóknaraðstöðu hjá Sjónarhóli

Sjónarhóll-ráðgjafarmiðstöð, Verslunarráð Íslands og félagsvísindadeild Háskóla Íslands hafa gert með sér samning um rannsóknaraðstöðu í húsnæði Sjónarhóls á Háaleitisbraut 13.

Sjónarhóll - Opið hús

Nú, rúmu ári eftir landssöfnunina „Fyrir sérstök börn til betra lífs“ er langþráðu markmiði náð og Sjónarhóll- ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir er tekinn til starfa.

Viðtalstímar við hjúkrunarfræðing

Á föstudögum kl.13.00 verður Margrét Eiríksdóttir geðhjúkrunarfræðingur frá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi með viðtalstíma hér hjá Geðhjálp.

Norræn ráðstefna um þróunaraðstoð við fólk með þroskahömlun

Mánudaginn 25.október verður haldin ráðstefna á Grand hóteli Reykjavík um þróunaraðstoð við fólk með þroskahömlun og fjölskyldur þeirra í þeim löndum sem eru stutt á veg komin í þeim efnum.

Myndir frá NOBAB ráðstefnu

Við vorum að setja inn myndir frá NOBAB ráðstefnunni.Smellið hér til að komast í myndasafnið.

Geðhlaup Geðhjálpar

Geðhlaup Geðhjálpar verður haldið í þriðja skiptið, laugardaginn 9.október n.k.Þetta er einn af dagskrárþáttunum í tilefni alþjóða geðheilbrigðisdagsins, sem haldinn er hátíðlegur um allan heim og ber yfirskriftina: Tengslin milli líkamlegrar og andlegrar heilsu.

Áhrif vinahópsins á áfengisneyslu unglinga

Við lok grunnskólans hafa um 54% nemenda einhvern tíma orðið drukkin um ævina.Margir þættir hafa áhrif á það hvort ungt fólk drekkur og einnig hversu mikið.Svo virðist sem að vinahópurinn skipti þar mjög miklu máli og áhrif hans sterk.