Fréttir allt

HOG Chapter Iceland afhenti styrk í kjölfar árlegs góðgerðaraksturs

Á dögunum heimsóttum við Félag Harley Davidson eigenda á Íslandi, HOG Chapter Iceland. Félagið hefur undanfarin 17 ár boðið upp á góðgerðarakstur á Menningarnótt þar sem fólki býðst að rúnta um borgina á Harley Davidson hjóli gegn gjaldi sem rennur óskipt til Umhyggju.

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa veitir Umhyggju styrk

Þann 6. janúar síðastliðinn færðu fulltrúar Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa Umhyggju 2,4 milljónir króna í styrk. Um er að ræða afrakstur af sölu jólakortur Oddfellowreglunnar á Íslandi O.O.O.F.

Opið fyrir umsóknir um orlofshús um páska

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um orlofshús Umhyggju í Vaðlaborgum og Brekkuskógi yfir páskana. Úthlutað er tveimur tímabilum, annars vegar frá 31. mars til 5. apríl (inn í miðja Dymbilvikuna) og hins vegar frá 5. til 10. apríl (yfir Páskahelgina). Umsóknarfrestur er til 15. janúar og verða allar umsóknir yfirfarnar eftir þann dag. Niðurstaða úthlutunar liggur fyrir í kringum 31. janúar.