Fréttir allt

Systkinasmiðja í Reyjavík 19.-20. nóvember

Helgina 19. - 20. nóvember mun Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna standa fyrir grunnnámskeiði fyrir systkini langveikra barna á aldrinum 8 til 14 ára. Hópurinn hittist laugardaginn 19. nóvember og sunnudaginn 20. nóvember frá kl. 10 til 13.

Við leitum að liðsauka!

Umhyggja – félag langveikra barna leitar að drífandi liðsfélaga í stöðu sérfræðings á skrifstofu félagsins sem brennur fyrir réttindum langveikra barna. Viðkomandi mun sinna mjög fjölbreyttum verkefnum og fær tækifæri til að móta starfið og áherslur þess.

Langveikum börnum boðið til samráðs í ráðuneyti

Mennta- og barnamálaráðuneytið vinnur nú að því að kortleggja þátttöku barna á Íslandi og leita til barna víðsvegar að úr samfélaginu til að heyra þeirra skoðanir. Fimmtudaginn 13. október býður ráðuneytið langveikum börnum á aldrinum 12-17 ára til óformlegs samtals í ráðuneytinu. Tilgangur þessa er að heyra frá börnunum um hvernig þau upplifa ákvarðanatöku í eigin lífi.